Þurfa ekki samþykki foreldra vegna bólusetningar

Bólusett í Laugardalshöllinni.
Bólusett í Laugardalshöllinni. mbl.is/Árni Sæberg

Bóluefni Pfizer/BionTech er skráð fyrir 16 ára og eldri hjá Lyfjastofnun Evrópu og bandaríska lyfjaefitrlitinu en frá þeim aldri eru börn sjálfstæð varðandi heilbrigðisþjónustu og þurfa ekki samþykki foreldra til að leita hennar né læknar eða aðrir heilbrigðisstarfsmenn til að veita hana.

Þetta kemur fram í svari Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis fyrir fyrirspurn konu sem undrast að hún þurfi ekki að samþykkja boðun 16 ára sonar síns í bólusetningu við Covid-19.

Kamilla bendir enn fremur á, eins og greint hefur verið frá í fréttum, að samkvæmt reglugerð um Covid-bólusetningar skuli bjóða öllum einstaklingum fæddum 2005 eða fyrr bólusetningu við veirunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka