Maí heilsar með ökkladjúpum snjó

Vetrarlegt er víða á Suðausturlandi eins og sjá má á …
Vetrarlegt er víða á Suðausturlandi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Ljósmynd/Aðsend

Snjó fór að kyngja niður á Suðausturlandi í gærkvöldi og er þar nú um það bil ökkladjúpur snjór. Veðurfræðingur segir að um sé að ræða eðlilega veðráttu í maí eða lok apríl. Útlit er fyrir að stytti upp á Suðausturlandi síðdegis. 

„Þetta virðist vera svona ökkladjúpt, af vefmyndavélum Vegagerðarinnar að dæma,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 

Þannig að það er ekki alveg komið sumar enn?

„Þetta er bara eðlileg veðrátta í maí eða lok apríl, þegar það kemur norðanátt og smávegis él með. Það er lítil lægðabóla hérna rétt sunnan við landið sem gefur þessa auknu úrkomu á Suðausturlandi,“ segir Teitur. 

Svona var um að lítast á Vík í morgun. Þar …
Svona var um að lítast á Vík í morgun. Þar hófst snjókoma um klukkan tíu í gærkvöldi. Ljósmynd/Guðrún Jónsdóttir

Snjór­inn nær frá Reyn­is­fjalli og austur fyrir Öræfajökul. Lítilsháttar éljagangur hefur verið svæðinu frá Tröllaskaga allt austur á Austfirði. Einnig á Ströndum og norðanverðum Vestfjörðum. 

Er útlit fyrir frekari snjókomu?

„Það ætti að stytta upp síðdegis á Suðausturlandi en það er viðloðandi við Austurlandið lítils háttar él á næstunni.“

Fréttin hefur verið uppfærð

Ljósmynd/Guðrún Jónsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert