Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag formlega samúðarkveðju til Reuven Rivlin, forseta Ísraels, og Ísraelsmanna allra vegna stórslyss sem varð á Lag B’Omer-trúarhátíðinni á föstudag. Áður hafði hann lýst yfir samúð sinni á Twitter-síðu sinni.
Troðningur myndaðist þegar fjöldi pílagríma sótti heim stærstu athöfn sem haldin hefur verið í Ísrael frá því heimsfaraldur kórónuveiru hófst í fyrravor. Að minnsta kosti 44 týndu lífi í slysinu.
Deeply saddening news from Mount Meron in Israel this morning. I offer my sympathy to those injured and sincere condolences to all who have lost loved ones in this tragedy.
— President of Iceland (@PresidentISL) April 30, 2021
Flestir þeirra sem létust eru heittrúaðir gyðingar sem komu saman á fjallinu Meron til að fagna Lag BaOmer-trúarhátíðinni en á þeim stað er talið að gröf rabbínans Shimon Bar Yochai sé að finna. Yochai var uppi á annarri öld og var einn af riturum Talmúð, safns rita sem innihalda trúarhefðir gyðinga.