Sendi forseta Ísraels samúðarkveðju

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag formlega samúðarkveðju til Reuven Rivlin, forseta Ísraels, og Ísraelsmanna allra vegna stórslyss sem varð á Lag B’Omer-trúarhátíðinni á föstudag. Áður hafði hann lýst yfir samúð sinni á Twitter-síðu sinni.

Troðningur myndaðist þegar fjöldi pílagríma sótti heim stærstu athöfn sem haldin hefur verið í Ísrael frá því heimsfaraldur kórónuveiru hófst í fyrravor. Að minnsta kosti 44 týndu lífi í slysinu.

Flest­ir þeirra sem lét­ust eru heit­trúaðir gyðing­ar sem komu sam­an á fjall­inu Meron til að fagna Lag BaOmer-trú­ar­hátíðinni en á þeim stað er talið að gröf rabbín­ans Shimon Bar Yochai sé að finna. Yochai var uppi á annarri öld og var einn af rit­ur­um Talmúð, safns rita sem inni­halda trú­ar­hefðir gyðinga. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert