Flugnám tekur á loft á ný á Íslandi

Covid-19 hefur vængstýft flugnám á Íslandi síðustu misseri.
Covid-19 hefur vængstýft flugnám á Íslandi síðustu misseri. mbl.is

Nem­um í flugnámi hef­ur fækkað síðustu ár. Gjaldþrot WOW air og áhrif kór­ónu­veirunn­ar hafa haft mik­il áhrif á aðsókn­ina í flugnám, en nú glitt­ir í enda­lok­in á raun­um flug­skól­anna sem hafa þurft að laga sig að nýj­um aðstæðum. „Nú horf­ir til betri veg­ar með bólu­setn­ing­ar og við horf­um bjart­sýn­ir fram á veg­inn,“ seg­ir Matth­ías Arn­gríms­son, skóla­stjóri Flug­skól­ans Geir­fugls.

Námsaðstæður flugnema hafa tekið nokkr­um breyt­ing­um á síðasta ári, líkt og hjá náms­mönn­um á flest­um sviðum. „Covid olli okk­ur líka tölu­verðum vand­ræðum með fjölda nem­enda í kennslu­stofu hvað varðar nám­skeiðahald,“ seg­ir Matth­ías um námsaðstæður. Einnig þurfti að stöðva alla kennslu í að minnsta kosti þrjú skipti. Námið held­ur samt sem áður áfram, þó með ýms­um skil­yrðum eins og grímu­notk­un nem­enda og kenn­ara.

Ligg­ur í loft­inu að flugnám taki við sér

Bú­ist er við að um­sókn­um í flugnám muni fjölga á næstu árum. Í svari Flugaka­demí­unn­ar við fyr­ir­spurn mbl.is telja for­svars­menn henn­ar að þeir greini auk­inn áhuga er­lendra framtíðarflug­manna á að stunda flugnám á Íslandi. „Það hef­ur mikið áunn­ist á und­an­förn­um árum og hef­ur Flugaka­demí­an á að skipa tækni­vædd­um flug­flota með bestu flug­mæli­tækj­um sem völ er á,“ seg­ir í svari Flugaka­demí­unn­ar.

Báðir flug­skól­arn­ir telja að spurn eft­ir flug­ferðum til og frá Íslands muni brátt fær­ast í fyrra horf. Flugaka­demí­an bend­ir á að sam­kvæmt nýj­um rann­sókn­um muni jafn­vel skorta flug­menn í Evr­ópu næstu árin.

Gosið í Geld­inga­döl­um hef­ur haft sára­lít­il áhrif á flugnámið, að sögn Matth­ías­ar. „Flugnám fer venju­lega ekki fram yfir eld­gos­um og er þess vegna al­veg óviðkom­andi nám­inu. Hins veg­ar hafa nem­end­ur og kenn­ar­ar skilj­an­lega viljað renna þarna yfir einu sinni og svo held­ur flugnámið áfram eins og áður.“ Svipaða sögu er að segja hjá Flugaka­demí­unni, en Flugaka­demí­an tel­ur að þetta veiti nem­end­um góða þjálf­un fyr­ir mögu­leg framtíðar­störf þeirra í út­sýn­is- og ferðamanna­flugi.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert