Afstaða Dana kemur á óvart

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Land­læknisembætti Dan­merk­ur ákvað í gær að þar í landi yrði bólu­efni lyfja­fram­leiðand­ans Jans­sen ekki notað við kór­ónu­veirunniBólu­efnið er komið í notk­un hér­ á landi og verða sex þúsund manns bólu­sett­ir með efn­inu í Laug­ar­dals­höll á morg­un.

Aðeins þarf einn skammt af Jans­sen til að það virki sam­kvæmt skil­grein­ingu fram­leiðand­ans.

Um miðjan síðasta mánuð ákváðu stjórn­völd í Dan­mörku einnig að hætta notk­un bólu­efn­is AstraZeneca. Ástæðan fyr­ir ákvörðunum Dana, hvað varðar hvort bólu­efni um sig, er hætta á auka­verk­un­um í formi blóðtappa sem rann­sókn­ir hafa sýnt fram á.

Taka ákv­arðanir á eig­in for­send­um

Á Íslandi hafa heil­brigðis­yf­ir­völd haldið áfram að nota bólu­efni fram­leiðend­anna tveggja.

„Menn taka bara ákv­arðanir á sín­um eig­in for­send­um. Ég veit ekki um neitt annað Evr­ópu­land sem ætl­ar ekki að nota Jans­sen-bólu­efnið til dæm­is,“ seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir, spurður hverju þessi mun­ur á Íslandi og Dan­mörku sæti.

„Þetta kem­ur mér á óvart, þessi afstaða Dana. En menn taka bara ákv­arðanir á sín­um for­send­um, það er eins og það er.“

Laugardalshöll þéttskipuð í bólusetningu.
Laug­ar­dals­höll þétt­skipuð í bólu­setn­ingu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Auka­verk­an­irn­ar hjá kon­um yngri en 55 ára

Heilsu­gæsla höfuðborg­ar­svæðis­ins er far­in að boða karl­menn sem eru yngri en 55 ára í bólu­setn­ingu með bólu­efni AstraZeneca. Áður hafði verið miðað við að ein­ung­is fólk eldra en 55 ára fengi bólu­efnið. 

„Karl­menn á öll­um aldri mega fá bólu­efni AstraZeneca,“ sagði Sig­ríður Dóra Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, í sam­tali við mbl.is í morg­un.

Þórólf­ur seg­ir þessa ákvörðun byggða á þeim upp­lýs­ing­um að al­var­legri auka­verk­an­ir bólu­efn­is­ins, þ.e. blóðsega- og blæðinga­vanda­mál á borð við blóðtappa, hafi sést á meðal kvenna yngri en 55 ára.

Al­geng­ari í Dan­mörku og Nor­egi

„En þeir sem eru með blæðinga­vanda­mál, hvort sem það eru karl­ar eða kon­ur, eru ekki boðaðir í bólu­setn­ingu með þessu bólu­efni. All­ir aðrir ættu að geta fengið það, það er all­ir aðrir karl­ar og kon­ur niður í 55 ára ald­ur.“

Þórólf­ur bend­ir á að sam­kvæmt gögn­um lyfja­stofn­un­ar Evr­ópu hafi þessi vanda­mál fylgt einni af hverj­um þrjú hundruð þúsund bólu­setn­ing­um.

„Bret­ar hafa verið á svipuðu róli og aðrir með jafn­vel færri til­felli. Dan­ir og Norðmenn eru með al­geng­ari niður­stöðu af þess­um auka­verk­un­um þannig að á þeim for­send­um ákváðu þeir að hætta að nota AstraZeneca-bólu­efnið. En þeir eru þeir einu í Evr­ópu sem ákveðið að hætta notk­un­inni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert