Alma fékk bóluefni Pfizer

Alma kom færandi hendi með súkkulaðihnossgæti fyrir starfsfólkið. Árni Friðleifsson …
Alma kom færandi hendi með súkkulaðihnossgæti fyrir starfsfólkið. Árni Friðleifsson lögregluþjónn lyfti því upp undir lófataki viðstaddra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér líður bara frá­bær­lega. Til­finn­ing­in er aðallega gleði,“ seg­ir Alma Möller land­lækn­ir í sam­tali við mbl.is eft­ir að hafa fengið bólu­setn­ingu í Laug­ar­dals­höll nú fyr­ir há­degi.

„Það svíf­ur hrein­lega gleði yfir höll­inni. Þetta er eins og að fara að kjósa – nema miklu skemmti­legra.“

Alma var ein af 450 sem fengu bólu­setn­ingu klukk­an tíu í morg­un en reiknað er með því að tíu þúsund manns verði bólu­sett­ir í Laug­ar­dals­höll í dag. Aðspurð seg­ir hún skipu­lagið al­veg standa und­ir því lofi sem það hef­ur fengið.

Pfizer var það í dag. Moderna verður í boði á …
Pfizer var það í dag. Moderna verður í boði á morg­un. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þakk­læti í röðinni

„Þetta er frá­bært skipu­lag og ég er stolt af heilsu­gæsl­unni og öllu starfs­fólk­inu þarna. Það var ekki síður gam­an að verða vitni að því en að þiggja sjálfa spraut­una,“ seg­ir hún.

Alma fékk bólu­efni lyfja­fram­leiðand­ans Pfizer og verður því boðuð í seinni bólu­setn­ingu að þrem­ur vik­um liðnum.

„Ég hlakka líka til þess dags. Það er gam­an að vera í röðinni og tala við fólk. Það eru all­ir glaðir og þakk­lát­ir – meðvitaðir um að þeir séu að gera þetta fyr­ir sig en líka fyr­ir aðra. Ég vil hvetja alla sem fá boð til að þiggja bólu­setn­ingu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka