Alma fékk bóluefni Pfizer

Alma kom færandi hendi með súkkulaðihnossgæti fyrir starfsfólkið. Árni Friðleifsson …
Alma kom færandi hendi með súkkulaðihnossgæti fyrir starfsfólkið. Árni Friðleifsson lögregluþjónn lyfti því upp undir lófataki viðstaddra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér líður bara frábærlega. Tilfinningin er aðallega gleði,“ segir Alma Möller landlæknir í samtali við mbl.is eftir að hafa fengið bólusetningu í Laugardalshöll nú fyrir hádegi.

„Það svífur hreinlega gleði yfir höllinni. Þetta er eins og að fara að kjósa – nema miklu skemmtilegra.“

Alma var ein af 450 sem fengu bólusetningu klukkan tíu í morgun en reiknað er með því að tíu þúsund manns verði bólusettir í Laugardalshöll í dag. Aðspurð segir hún skipulagið alveg standa undir því lofi sem það hefur fengið.

Pfizer var það í dag. Moderna verður í boði á …
Pfizer var það í dag. Moderna verður í boði á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þakklæti í röðinni

„Þetta er frábært skipulag og ég er stolt af heilsugæslunni og öllu starfsfólkinu þarna. Það var ekki síður gaman að verða vitni að því en að þiggja sjálfa sprautuna,“ segir hún.

Alma fékk bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer og verður því boðuð í seinni bólusetningu að þremur vikum liðnum.

„Ég hlakka líka til þess dags. Það er gaman að vera í röðinni og tala við fólk. Það eru allir glaðir og þakklátir – meðvitaðir um að þeir séu að gera þetta fyrir sig en líka fyrir aðra. Ég vil hvetja alla sem fá boð til að þiggja bólusetningu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert