Sinubruni í Heiðmörk

00:00
00:00

Sinu­eld­ur kviknaði í Heiðmörk nú á fjórða tím­an­um og er viðbúnaður slökkviliðs mik­ill. Varðstjóri slökkviliðs seg­ir að enn logi eld­ar bjart og að brun­inn sé erfiður viðfangs. Hon­um þykir lík­legt að komi til vega­lok­ana á svæðinu á ein­hverj­um tíma­punkti.

Að sögn Land­helg­is­gæsl­unn­ar er þyrl­an TF-EIR á flugi yfir Heiðmörk þar sem hún aðstoðar við slökkvi­starfið.

Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu sagði upp­haf­lega við mbl.is að eld­ur­inn væri ekki um­fangs­mik­ill en nú virðist eld­ur­inn hafa orðið erfiðari viðfangs. Ekk­ert er enn vitað um upp­tök elds­ins eða hvernig hann kviknaði.

Ljós­mynd­ara mbl.is var þó meinaður frek­ari aðgang­ur að svæðinu rétt áðan af lög­reglu.

Reyk legg­ur frá Heiðmörk og sést hann vel úr Há­deg­is­mó­um og víðar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Slökkviliðsmenn á vettvangi nú á fimmta tímanum.
Slökkviliðsmenn á vett­vangi nú á fimmta tím­an­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Sinubruni í Heiðmörk nú síðdegis.
Sinu­bruni í Heiðmörk nú síðdeg­is. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Lögregla er með viðbúnað á svæðinu og hefur lokað minni …
Lög­regla er með viðbúnað á svæðinu og hef­ur lokað minni veg­um sem liggja upp að vett­vangi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Sinubruni í Heiðmörk.
Sinu­bruni í Heiðmörk. mbl.is/​Guðlaug
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert