Skipar nefnd um loftslagsbreytingaskýrslu

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hefur skipað nefnd sem skrifar skýrslu …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hefur skipað nefnd sem skrifar skýrslu um áhrif loftslagsbreyting á Íslandi mbl.is/Ómar Óskarsson

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað nefnd, sem falið hefur verið að vinna að gerð vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á náttúrufar og samfélag á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Þetta er í þriðja sinn sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið lætur vinna vísindaskýrslu um afleiðingar loftslagsbreytinga á Íslandi en fyrri skýrslur komu út árin 2000, 2008 og 2018. Skýrslan á að taka af reglulegum úttektarskýrslum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) og byggja á víðtæku samráði við íslenskt vísindasamfélag.

Guðmundur Ingi greindi frá skipan nefndarinnar á ársfundi Veðurstofu Íslands í gær. „Með breytingum á lögum um loftslagsmál sem ég mælti fyrir á Alþingi og samþykktar voru árið 2019 er umhverfis- og auðlindaráðherra falið að láta reglulega vinna vísindaskýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á náttúrufar og samfélag á Íslandi,“ sagði ráðherrann í ávarpi sínu.

Nefndin á að skila skýrslunni til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir 1. Júní 2023. Formaður nefndarinnar er Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert