Yfirhylming á æðstu stöðum

Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS-barnaþorpa á Íslandi, segir að velferð barna …
Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS-barnaþorpa á Íslandi, segir að velferð barna verði ávallt aðvera í fyrirrúmi, hvað sem það kosti. Gegnsæi og hreinskilni um það sem miður hafi farið sé nauðsynleg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rann­sókn, sem nokk­ur lands­sam­tök SOS-barnaþorpa geng­ust fyr­ir, leiðir í ljós að alþjóðasam­tök­in hafi ekki rann­sakað barna­vernd­ar­brot sem skyldi og jafn­vel stöðvað óþægi­leg­ar rann­sókn­ir af því tagi.

Þetta kem­ur fram í viðtali við Ragn­ar Schram, fram­kvæmda­stjóra SOS-barnaþorpa á Íslandi, í Morg­un­blaðinu í dag. Brot­in, sem um ræðir, eru af ýms­um toga og mjög misal­var­leg, en verra sé að yf­ir­menn alþjóðasam­tak­anna hafi gerst sek­ir um yf­ir­hylm­ingu.

Ragn­ar ját­ar að þess­ar op­in­ber­an­ir geti reynst starfi sam­tak­anna þung­ar í skauti, en þau geti ekki tekið þátt í slíkri yf­ir­hylm­ingu, hags­mun­ir barn­anna gangi fyr­ir.

Af orðum Ragn­ars er ljóst að hann og hin ís­lensku sam­tök bera ekki traust til for­seta og vara­for­seta alþjóðasam­taka SOS-barnaþorpa. Sis­sel Aarak, hjá SOS-barnaþorp­um í Nor­egi, hef­ur sömu sögu að segja.

SOS-barnaþorp voru stofnuð eft­ir síðari heims­styrj­öld til þess að sinna þörf­um munaðarlausra og stríðshrjáðra barna. Þau starfa nú í 137 lönd­um, en um 31 þúsund manns létu fé af hendi rakna til ís­lensku sam­tak­anna í fyrra. Ragn­ar biðlar til þeirra um að treysta því að ís­lensku sam­tök­in gæti gegn­sæ­is. Þau muni ekki una sér hvíld­ar fyrr en „við erum full­viss um að þessi mál séu kom­in í lag, að hinir brot­legu axli ábyrgð“.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert