Á þriðjudag verður Pfizer bólusetning í Laugardalshöll og er það eina bólusetningin sem er skipulögð þar í vikunni. Þetta kemur fram á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Þar er um seinni bólusetningu að ræða og bólusetningu kvenna sem eru yngri en 55 ára og eru í áhættuhópum. SMS boð verða send til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er 9-15.
Ekki eru staðfestir fleiri bólusetningardagar í þessari viku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en þetta eru upplýsingar frá 7. maí.
Samkvæmt staðfestum áætlunum um afhendingu bóluefna er von á 4.800 skömmtum af Janssen í vikunni, 1.950 skömmtum af AstraZeneca, 1.170 skömmtum af Moderna og 11.700 skömmtum af Pfizer í viku 19. Þetta eru tölur frá 6. maí.