Gróðureldar ógn og Skorrdælir uggandi

Stefán Carlsson og Rannveig Ásbjörnsdóttir eiga sér sælureit í landi …
Stefán Carlsson og Rannveig Ásbjörnsdóttir eiga sér sælureit í landi Dagverðarness í Skorradal. mbl.is/Árni Sæberg

„Eðlilega er uggur í fólki vegna þeirrar miklu eldhættu sem er í Skorradal. Við getum lítið gert ef gróðureldar koma upp. Börn okkar og barnabörn hafa verið hjá okkur löngum stundum í sveitinni en eins og sakir standa í núverandi ástandi erum við tvístígandi með allt slíkt,“ segir Rannveig Ásbjörnsdóttir.

Síðastliðin 23 ár hafa Rannveig og Stefán Carlsson eiginmaður hennar átt sumarhús í Skorradal og eytt þar löngum stundum. Nú komin á eftirlaun höfðu þau hugsað sér að dveljast enn meira í húsinu, en vegna aðstæðna þessara er framtíðin óljós.

„Við eyðum nánast öllum okkar tíma í Skorradal,“ segir Rannveig. „Þegar við byggðum húsið okkar sem er í landi Dagverðarness var hér aðeins birkikjarr. Síðan þéttist byggðin og fólk gróðursetti aspir, lerki og grenitré. Við höfum verið mótfallin því, en talað fyrir daufum eyrum. Þessi háu tré eru mikill eldmatur og skyggja líka á útsýnið. Við sjáum til dæmis ekki lengur til vesturs á Snæfellsjökul, eins og lengi var mögulegt.“

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Rannveig sérstakt áhyggjuefni hve takmarkaðar flóttaleiðir séu úr Skorradal. Leiðin upp úr dalnum innanverðum frá Fitjum, Línuvegurinn svonefndi, sem liggi að Uxahryggjaleið sé illfær fólksbílum. Mikilvægt sé að bera ofan í veginn og setja ræsi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert