Ekki lengur flugbraut

Malarbingir á flugbraut á Reykjavíkurflugvelli.
Malarbingir á flugbraut á Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Í hópi flugmanna hefur verið rætt um efnishrúgu og hindranir á brautarenda aflagðrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Þeir benda á að þetta geti skapað hættu þurfi skyndilega að nauðlenda þarna.

„Svæðið sem um ræðir er ekki lengur flugbraut og ekki skilgreint sem slík á kortum. Þarna er um að ræða aflagt svæði,“ sagði í svari frá Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra innanlandsflugvalla Isavia.

Hún benti á að Samgöngustofa hefði bannað aðgengi og notkun loftfara á jörðu þar. Auk rauðu og hvítu stólpanna er svæðið merkt með hvítu X í báða enda sem þýðir „lokuð/aflögð flugbraut“.

Haugurinn er malbiksfræs sem er geymt til síðari notkunar og stendur um 50 metra frá endamörkum svæðisins. gudni@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert