Fimm greindust með smit – allir í sóttkví

Af smitunum fimm greindust alla vega fjögur á Sauðárkróki.
Af smitunum fimm greindust alla vega fjögur á Sauðárkróki. mbl.is/Sigurður Bogi

Fimm greind­ust með Covid-19-smit inn­an­lands í gær, en all­ir voru í sótt­kví. Þetta kem­ur fram í bráðabirgðatöl­um frá al­manna­vörn­um, en ekki eru birt­ar töl­ur á vefn­um covid.is um helg­ar því liggja aðeins fyr­ir bráðabirgðatöl­ur. Í gær staðfesti Stefán Vagn Stef­áns­son, yf­ir­lög­regluþjónn á Sauðár­króki, að fjög­ur smit hafi greinst í bæn­um.

Hjör­dís Guðmunds­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi al­manna­varna, staðfest­ir í sam­tali við mbl.is að eitt smitið hafi greinst utan Sauðár­króks.

Til viðbót­ar greind­ust tvö smit á landa­mær­um.

Þrátt fyr­ir fjölda smita í Skagaf­irði ákvað aðgerðastjórn al­manna­varna á Norður­landi vestra að óska ekki eft­ir því að fram­lengd yrði sú reglu­gerð sem sett var fyr­ir Skaga­fjörð og Akra­hrepp vegna hópsmits sem upp kom á svæðinu. Því munu aðrar sótt­varnaaðgerðir sem aðgerðastjórn greip til og gilda til og með deg­in­um í dag ekki verða fram­lengd­ar. 

Miðað við þenn­an fjölda hafa 27 smit greinst inn­an­lands síðustu vik­una.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert