Borga bílastæðagjald með glöðu geði

Landeigendur eru byrjaðir að rukka fyrir notkun bílastæðis.
Landeigendur eru byrjaðir að rukka fyrir notkun bílastæðis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gjald­skyldu hef­ur verið komið á við bíla­stæðið við göngu­leiðina sem ligg­ur að eld­gos­inu í Geld­inga­döl­um. Blaðamaður mbl.is fór á stúf­ana og spurði gesti sem komu að skoða gosið um skoðun þeirra á gjald­skyld­unni. All­ir sem mbl.is ræddi við tóku gjald­skyld­unni vel.

Í gær­kvöldi staðfesti Sig­urður Guðjón Gísla­son, einn land­eig­enda að Hrauni, í sam­tali við mbl.is að gjald­skylda yrði á bíla­stæði við göngu­leiðina að eld­gos­inu, en í gær voru sett upp skilti þar sem breyt­ing­in var til­kynnt.

Eiga skilið að fá borgað fyr­ir þetta

Sam­kvæmt skilt­un­um, sem sett hafa verið upp á nokkr­um stöðum á veg­in­um sem leiðir að bíla­stæðinu, kost­ar það að leggja bíl á stæðinu í heil­an dag 1.000 krón­ur. Gjaldið er hægt að greiða ann­ars veg­ar í gegn­um Parka-appið og hins veg­ar í gegn­um vef Parka. Eft­ir­lit með gjald­skyld­unni er þó ekki hafið. 

„Mér finnst það bara sjálfsagt af þeim að láta okk­ur borga fyr­ir að nota svæðið sitt. Þeir eiga skilið að fá borgað fyr­ir þetta og þakk­ir fyr­ir að leyfa okk­ur að nota þetta. Ég veit ekki hvað ég verð lengi að labba þetta. Það er talað um að þetta taki þrjá­tíu mín­út­ur. Ætli þetta sé ekki bara eins og að leggja í bíla­stæði í Reykja­vík?“ sagði Grét­ar Karls­son sem var að leggja af stað í göngu að gos­inu. 

Grétar Karlsson var á leiðinni að gosinu.
Grét­ar Karls­son var á leiðinni að gos­inu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hróðmar Bjarna­son var á svipaðri skoðun:

„Ég held þetta sé nú bara sjálfsagt mál að gera þetta því það eru ákveðnar fram­kvæmd­ir í gangi hér og ein­hvern veg­inn þarf að greiða fyr­ir þær. Ég er ekki á móti þessu. Ég held að það verði framtíðin hér líka, eins og í út­lönd­um, að menn þurfi að greiða eitt­hvað aðeins fyr­ir að kom­ast á staði.“

Erla Mjöll Grét­ars­dótt­ir og Krist­ín Ingva­dótt­ir voru að gera sig klár­ar í göng­una þegar mbl.is hitti á þær:

„Við setj­um það alla­vega ekki fyr­ir okk­ur,“ segja þær um gjald­skyld­una.

Erla Mjöll Grétarsdóttir og Kristín Ingvadóttir.
Erla Mjöll Grét­ars­dótt­ir og Krist­ín Ingva­dótt­ir. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Georg Braun­steiner, ferðamaður frá Þýskalandi, var einnig já­kvæður í garð gjald­skyld­unn­ar. Vísaði hann til þess að víða ann­ars staðar þyrfti að greiða fyr­ir að sjá áhuga­verða staði og að það sama gilti um þetta.

George Braunsteiner.
Geor­ge Braun­steiner. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert