Hræðist ekki að vera fyrstur að hækka vexti

"Þurfum ekki að hræðast að vera fyrstir" mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri seg­ir bank­ann ekki hræðast það að vera fyrst­ur vest­rænna seðlabanka til að hækka stýri­vexti þrátt fyr­ir 11% at­vinnu­leysi. 

Seðlabank­inn til­kynnti í dag þau áform pen­inga­stefnu­nefnd­ar að hækka stýri­vexti til að stemma stigu við auk­inni verðbólgu.

Meðan Seðlabanki Íslands berst við of háa verðbólgu eru flest­ar aðrar þjóðir að berj­ast við of lága verðbólgu. Vís­bend­ing­ar benda til þess að um­skipti hafi orðið og nú þurfi að draga úr stuðningi hratt en ekki of hratt.  „Við erum því í raun í ann­arri og betri stöðu en aðrir seðlabank­ar og þurf­um ekki að hafa áhyggj­ur af því að vera trend­setter­ar,“ sagði Ásgeir á kynn­ing­ar­fundi pen­inga­stefnu­mála­nefnd­ar.

Ásgeir bend­ir á að vel hafi gengið að beita pen­inga­stefnu á síðasta ári. Kröft­ugri einka­neysla og hækk­un hús­næðis­verðs eru merki um að þær aðgerðir sem gripið var til hafi heppn­ast bet­ur en nefnd­in þorði að vona og jafn­vel bet­ur en æski­legt sé.

Útflutn­ings­áfallið hef­ur vegið þungt og því var mik­il­vægt að örva inn­lenda eft­ir­spurn til að vega upp á móti. „Það hef­ur gengið vel að örva kerfið svo nú vilj­um við tempra það,“

Þjóðin stend­ur frammi fyr­ir 11% at­vinnu­leysi en pen­inga­stefnu­nefnd tel­ur það ekki eiga að hafa áhrif á ákvörðun um hækk­un stýri­vaxta. „Verðbólg­an er tölu­vert ofan við okk­ar mark­mið. Því er þetta rök­rétt ákvörðun enda myndi það ekki hjálpa at­vinnu­leys­inu ef verðbólg­an færi úr bönd­un­um,“ sagði Rann­veig Sig­urðardótt­ir vara­seðlabanka­stjóri á fund­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert