Nú stendur til að Reykjavíkurborg leggji nýja göngu- og hjólastíga víða um borgina á næstu misserum, samkvæmt hjólreiðaáætlun og samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Áætlaður heildarkostnaður við stígagerðina er 1,5 milljarður króna en meðal annars er um að ræða sérstaka stíga fyrir hjólreiðar sem aðgreindir eru frá umferð gangandi og akandi. Framkvæmdir verða í ár en munu teygja sig yfir árið 2022. Við malbikun stíganna er svo notast við endurunnið malbik í samræmi við umhverfisstefnu borgarinnar, að því er segir í tilkynningu.
Reykjavíkurborg setur árlega 500 milljónir í hjólastíga en í ár hefur þetta fjármagn verið aukið vegna „Græna plansins“, viðspyrnuáætlunar Reykjavíkurborgar vegna Covid-19 og einnig vegna samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Verkefni hjólreiðaáætlunarinnar eru meðal annars:
Aðrir stígar eru: