Tíu af tíu mögulegum

Eldgos í Geldingadölum á Reykjanesi.
Eldgos í Geldingadölum á Reykjanesi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS News er byrjuð að kynda undir sýningu á þætti 60 Minutes á sunnudag þar sem eldgosið í Geldingadölum verður aðalnúmerið. 

Þáttastjórnendur ræða meðal annars við Þor­vald­ Þórðar­son, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði við Háskóla Íslands, og hann spáir aukinni virkni á þessu svæði næstu 200 til 400 árin.

Einn þeirra sem flýtti sér til Íslands eftir að hann frétti af eldgosinu er vinur Þorvaldar, Bruce Houghton, eldfjallafræðingur Hawaii-ríkis. „Þú kemur eins fljótt og auðið er. Mörgum eldsumbrotum lýkur á einum degi eða svo. Þorvaldur hafði hugboð um að þetta yrði langvinnt,“ segir Houghton í viðtali á vef CBS News. „Ég trúði honum en ég beið, já þangað til ég var viss um að það ætti langa lífdaga eftir.“

Houghton er heillaður af eldgosinu í Geldingadölum og gefur sjónarspilinu þennan dag sem hann var við gosstöðvarnar ásamt 60 Minutes tíu af tíu mögulegum. 

Þorvaldur lýsir því fyrir þáttastjórnandanum Bill Whitaker að hann hefði beðið í um 40 ár eftir sjónarspili sem þessu. Auðveldur aðgangur að eldgosinu sé einstakt tækifæri fyrir vísindamenn til að safna gögnum varðandi eldsumbrotin í Geldingadölum.

Þátturinn verður sýndur á sunnudagskvöldið klukkan 19 að austurstrandartíma, sem er klukkan 23 að íslenskum tíma.

Sjá nánar á vef CBS News

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert