Vilja vita hver raunkostnaður sérgreinalækninga er

Sjúkratryggingar Íslands segja að fullyrðingar formanns Læknafélags Reykjavíkur séu rangar.
Sjúkratryggingar Íslands segja að fullyrðingar formanns Læknafélags Reykjavíkur séu rangar. mbl.is/Sigurður Bogi

Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands (SÍ) segja full­yrðing­ar for­manns Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur, Þór­ar­ins Guðna­son­ar, um að ein­ing­ar­verð sér­greina­lækna hafi ekki verið verðbætt á síðustu árum, séu rang­ar. Það hafa þau sann­ar­lega verið gerð, að sögn SÍ, reglu­lega og í takt við samn­ings­bund­in ákvæði, allt til árs­ins 2020.

Þetta árétt­ar SÍ í frétta­til­kynn­ingu þar sem grein Þór­ar­ins í Morg­un­blaði gær­dags­ins er mót­mælt.

Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur.
Þór­ar­inn Guðna­son, formaður Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Dæmi um tug­millj­óna greiðslur til lækna í hluta­starfi

„Í grein­inni set­ur formaður­inn fram vald­ar töl­ur og vísi­töl­ur til sönn­un­ar þess að inn­heimta auka­gjalda af sjúk­ling­um sé nauðsyn­leg til að sér­greina­lækn­ar geti rekið þjón­ustu sína án taps. Þetta er ósannað. Stór hluti sér­greina­lækna fær í sinn hlut greiðslur frá SÍ sem nema hundruðum þúsunda króna fyr­ir hvern dag sem þeir sinna stofu­vinnu.

Mörg dæmi eru um að heild­ar­greiðslurn­ar nemi mörg­um tug­um millj­óna á ári til ein­stakra lækna, þrátt fyr­ir að þeir sinni stofuþjón­ustu aðeins í hluta­starfi. Lækn­ar þurfa vissu­lega að standa straum af ýms­um kostnaði við sinn stof­u­r­ekst­ur, en engu að síður eru þetta mjög háar greiðslur,“ seg­ir meðal ann­ars í frétta­til­kynn­ingu SÍ.

Vilja op­in­bera kostnaðargrein­ingu 

Auk þess seg­ir að ít­ar­leg grein­ing á rekstri sér­greina­lækna myndi varpa ljósi á þörf þeirra til þess að inn­heimta auka­gjöld. Seg­ir að sú grein­ing yrði að vera birt op­in­ber­lega í kjöl­farið en eng­ar slík­ar upp­lýs­ing­ar eru aðgengi­leg­ar í dag og því ekki hægt að meta raun­kostnað af þjón­ustu sér­greina­lækna eða fram­legð af starf­semi þeirra.

„Það þarf að fara fram kostnaðargrein­ing á þjón­ust­unni, sem all­ir samn­ingsaðilar geta verið ásátt­ir um. Það er full­ur vilji af hálfu Sjúkra­trygg­inga að tryggja að samn­ings­bundn­ar greiðslur til sér­fræðilækna haldi í við verðlagsþróun en þá þurfa all­ar töl­ur að koma á borðið, ekki bara sum­ar,“ seg­ir í lok til­kynn­ing­ar SÍ.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert