Ekkert smit fjórða daginn í röð

Ekk­ert kór­ónu­veiru­smit greind­ist inn­an­lands í gær og var það fjórði dag­ur­inn í röð sem svo er.

Ekki greind­ist held­ur smit við landa­mær­in. Ný­gengi veirunn­ar er nú með lægsta móti eða 8,2 inn­an­lands.

Slakað verður á sam­komutak­mörk­un­um á miðnætti og mega þá 150 manns koma sam­an, en svo marg­ir hafa ekki mátt koma sam­an frá því síðasta sum­ar. Sam­tím­is verður grímu­skylda af­num­in í versl­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert