Sorglegast að sagan sé sönn

„Ég vil gera þetta vegna þess að það skiptir máli …
„Ég vil gera þetta vegna þess að það skiptir máli að hafa hátt,“ segir Kara. Ljósmynd/Sólveig Svava

Á In­sta­gram-reikn­ingn­um Sorg­leg deil­ir Kara Kristel sög­um kvenna af ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu, sög­um sem mörg­um gæti þótt erfitt að lesa. Kara hef­ur sjálf nei­kvæða reynslu af ís­lensku heil­brigðis­kerfi, reynslu sem öll teng­ist því að hún er kona, og vill sjá raun­veru­leg­ar breyt­ing­ar.

„Sög­urn­ar sem ég fæ og birti á þess­um In­sta­gram-reikn­ingi fjalla al­mennt um það hversu marg­ar kon­ur þurfa að ganga í gegn­um öm­ur­lega hluti í heil­brigðis­kerf­inu bara vegna þess að þær eru með leg,“ seg­ir Kara.

View this post on In­sta­gram

A post shared by @sorg­leg

Fyr­ir um hálfu ári greindi hún frá því að hún væri ein af þeim kon­um sem hefðu fengið vit­lausa niður­stöðu úr krabba­meins­skimun frá Krabba­meins­fé­lagi Íslands. Eft­ir að hún sagði frá því höfðu stelp­ur sam­band við hana og sögðu henni frá nei­kvæðri reynslu af ís­lensku heil­brigðis­kerfi. Kara vildi safna þess­um sög­um sam­an og heyra frá fleir­um og stofnaði hún því Sorg­leg. Þar birt­ir hún sög­ur kvenna af heil­brigðis­kerf­inu, með leyfi hverr­ar konu fyr­ir sig.

„Ég vil gera þetta vegna þess að það skipt­ir máli að hafa hátt,“ seg­ir Kara. „Svo fólk sjái að þetta eru ekki bara ein­hverj­ar nokkr­ar stelp­ur að vera drama­tísk­ar. Þetta eru svo marg­ar stelp­ur og kon­ur á öll­um aldri og í öll­um stétt­um.“

View this post on In­sta­gram

A post shared by @sorg­leg

Sett á pill­una og blæddi í nokkra mánuði

Kara hef­ur gengið í gegn­um ým­is­legt í ís­lensku heil­brigðis­kerfi og hófst nei­kvæð reynsla henn­ar þegar hún var aðeins fimmtán ára göm­ul og var sett á getnaðar­varn­arpill­una.

„Það er bara sjálf­sagðasta mál í heimi að setja all­ar fimmtán ára stelp­ur á pill­una án þess að pæla í af­leiðing­un­um. Þar byrj­ar sag­an mín af slæmri reynslu af heil­brigðis­kerf­inu,“ seg­ir Kara.

„Ég var sett á pill­una 15 ára og mér blæddi í nokkra mánuði. Öllum fannst það bara eðli­legt. Ég var búin að fara til fjölda lækna en loks­ins þegar ég hitti ung­an lækni á Lækna­vakt­inni sagði hann mér að þetta væri ekki eðli­legt og tók mig af þess­ari pillu strax. Þá lagaðist þetta.

Eft­ir tíu ár af þess­ari heil­brigðisþjón­ustu og trekk í trekk ein­hverj­um mis­tök­um eða illri meðferð var ég bara: ókei, nei, nú segi ég stopp,“ seg­ir Kara sem held­ur ein­mitt úti hlaðvarpi und­ir því nafni; Nei nú segi ég stopp.

View this post on In­sta­gram

A post shared by @sorg­leg

Fædd­ist nær dauða en lífi

Kara eignaðist son í fe­brú­ar­mánuði árið 2015. Þá fékk hún meðgöngu­syk­ur­sýki og átti ekki að ganga lengra en 40 vik­ur. Hún var akkúrat sett á föstu­degi og setti það strik í reikn­ing­inn að lækn­ir­inn sem átti að taka á móti barn­inu var á leið í frí. Því var eng­inn lækn­ir á staðnum þegar Kara eignaðist barnið, þótt þörf hefði verið á.

„Ég fór af stað á sett­um degi, en það var eng­inn lækn­ir og son­ur minn fædd­ist nær dauða en lífi,“ seg­ir Kara.

Hún tek­ur fram að hún kenni ekki lækn­in­um sjálf­um um held­ur mönn­un heil­brigðis­kerf­is­ins. Kara kall­ar eft­ir því að stjórn­völd geri sitt til þess að kon­ur hætti að lenda í nei­kvæðum upp­lif­un­um inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins.  

„Þetta er í raun mjög stórt mál sem lag­ast ekki nema marg­ir alls staðar frá taki þátt. Al­menn­ing­ur, stjórn­völd, ráðamenn og heil­brigðis­starfs­fólk, það þurfa all­ir að opna aug­un,“ seg­ir Kara.  

Hljóm­ar eins og skáld­saga

Saga Köru er sú fyrsta sem birt­ist á In­sta­gram-síðu Sorg­leg.

„Sag­an mín hljóm­ar eins og skáld­saga en það sorg­leg­asta við mína Sorg­leg-sögu er að þetta gerðist allt,“ seg­ir Kara.  

Hún hef­ur fengið viðbrögð við Sorg­leg frá verðandi heil­brigðis­starfs­fólki sem vill leggja sitt af mörk­um til þess að gera upp­lif­un kvenna af heil­brigðis­kerf­inu já­kvæða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert