Vill að ÖSE hafi eftirlit með alþingiskosningum

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Arnþór Birkisson

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir þingflokk sinn hafa sent formlegt erindi til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og óskað eftirlits með þingkosningum nú í haust. Þetta kom fram í þingræðu hans í umræðum um störf þingsins.

Andrés segist hafa setið tvo fundi með fulltrúum samtakanna fyrr í mánuðinum þar sem þörfin á eftirliti hafi verið könnuð. Þar hafi hann lýst yfir áhyggjum af frelsi fjölmiðla vegna fjársterkra aðila.

Tilefni erindisins segir Andrés þó hafa verið fréttaflutning síðustu viku um „skæruliðadeild Samherja“. Andrés segir starfsemi deildarinnar ráðast á gangverk lýðræðisins með afskiptum af kjöri formanns Blaðamannafélagsins og prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert