Tæplega 60% komin með vörn

Bólusetning er annaðhvort hafin eða lokið hjá 169.570 á Íslandi. Þar af eru tæplega 88 þúsund fullbólusett eða 29,7%. Bólusetning er hafin hjá tæplega 82 þúsundum eða 27,2%. 2,2% landsmanna er með mótefni við Covid-19.

Þetta eru því samtals tæplega 60% sem hafa fengið einhverja vörn við kórónuveirunni með bólusetningum eða smiti. 

Nánast allir 80 ára og eldri eru fullbólusettir en á áttræðisaldri er hlutfallið 55,2%. Hálfbólusettir er 41,61%.

Á aldrinum 50-59 ára er bólusetning hafin eða lokið hjá tæplega 84%. Meðal 40-49 ára er þetta hlutfall um 54% og 30-39 ára rúm 32%. Í yngsta aldurshópnum sem hefur verið ákveðið að bólusetja, 16-29 ára, er annað hvort byrjað eða búið að bólusetja um fjórðung. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert