Getur nú séð í hvað skatturinn fer

Þú getur því nú, sem skattgreiðandi, séð hve háa fjárhæð …
Þú getur því nú, sem skattgreiðandi, séð hve háa fjárhæð þú greiðir til heilbrigðismála, mennta- og menningarmála og samgöngumála svo dæmi séu nefnd. Árni Sæberg

Nú geta ein­stak­ling­ar séð í hvað skatt­ur­inn, sem er lagður á tekj­ur þeirra, fer. Þess­ar upp­lýs­ing­ar eru sett­ar fram á mynd­ræn­an hátt á nýj­um og breytt­um álagn­ing­ar­seðlum ein­stak­linga sem eru aðgengi­leg­ir á vef skatts­ins.

Þú get­ur því nú, sem skatt­greiðandi, séð hve háa fjár­hæð þú greiðir til heil­brigðismála, mennta- og menn­ing­ar­mála og sam­göngu­mála og svo fram­veg­is.

Þessi breyt­ing er að frum­kvæði Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra en með þeim er mark­miðið að auka gagn­sæi og stefnt er að því að bjóða upp á enn ít­ar­legri upp­lýs­ing­ar í framtíðinni.

Í frétta­til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu kem­ur fram að ráðherra von­ist til að seinna verði hægt að skoða skipt­ing­una niður á ein­staka stofn­an­ir. Bjarni seg­ir að með skýr­ari sund­urliðun á mála­flokka auk­ist bæði aðhald í tengsl­um við ráðstöf­un al­manna­fjár og til­finn­ing fólks fyr­ir því að þeirra fram­lag skipti máli.

Sjá má heildarniðurstöðu álagningar og svo verður hægt að skoða …
Sjá má heild­arniður­stöðu álagn­ing­ar og svo verður hægt að skoða hvernig ein­stak­ar fjár­hæðir í álagn­ing­unni eru reiknaðar út.

Nýi álagn­ing­ar­seðill­inn verður þannig fram sett­ur að sjá má heild­arniður­stöðu álagn­ing­ar og svo verður hægt að skoða hvernig ein­stak­ar fjár­hæðir eru reiknaðar út. Einnig verður hægt að sjá upp­gjör hvers gjald­daga fyr­ir sig þar sem skýrt er hvort um sé að ræða skuld eða inn­eign þar sem inn­eign er sýnd með græn­um lit en skuld með rauðum lit sem mín­ustala.

Barna­bæt­ur eru svo sér­greind­ar í yf­ir­lit­inu en þeim er ekki skulda­jafnað nema fyr­ir­fram­greiðsla þeirra hafi reynst of há.

Í yf­ir­lit­inu birt­ist einnig skipt­ing skatt­greiðslna af tekju­skatts­stofni og þá hvernig það hlut­fall skipt­ist milli rík­is og sveit­ar­fé­lags. Að auki er þar að finna skipt­ingu milli tekju­skatts til inn­heimtu og álögðu út­svari til sveit­ar­fé­lags.

Skatt­ur­inn hef­ur birt leiðbein­ing­ar­mynd­band á heimasíðu sinni um álagn­ingu tekju­skatts.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert