Framkvæmdir og gjaldtaka við Hveri í Mývatnssveit

Hverasvæðið við Námaskarð í Mývatnssveit.
Hverasvæðið við Námaskarð í Mývatnssveit.

Framkvæmdir upp á tæpar 200 milljónir króna eru fyrirhugaðar við hverasvæði austan Námafjalls í Mývatnssveit. Að verkefninu stendur félagið Sannir landvættir, en það hefur samið við landeigendur á svæðinu.

RÚV greinir frá þessu og hefur eftir Þórólfi Gunnarssyni, rekstrarstjóra Sannra landvætta, að framkvæmdir við nýtt bílastæði hefjist von bráðar. Í kjölfarið verði gönguleiðir og útsýnispallar endurnýjað og gjaldtaka hafin á svæðinu.

Hluti landeigenda á svæðinu hóf þar gjaldtöku sumarið 2014 í því skyni að afla fjár til uppbyggingar. Gjaldtakan var umdeild og fór svo að lögbann var lagt á hana á þeim forsendum að ekki stæðu allir landeigendur að henni.

Félagið Sannir landvættir hefur hins vegar samið við alla hlutaðeigandi um málið og fengið heimild skipulagsyfirvalda í Skútustaðahreppi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert