Morgundagurinn prófsteinn á framhaldið

Mynd frá því í lok marsmánaðar þegar undirbúningur stóð sem …
Mynd frá því í lok marsmánaðar þegar undirbúningur stóð sem hæst fyrir komu ferðalanga á fyrsta sóttkvíarhótelið. mbl.is/Árni Sæberg

Sautján flug­vél­ar áforma að lenda á Kefla­vík­ur­flug­velli á morg­un og seg­ir for­stöðumaður sótt­varna­húsa að morg­undag­ur­inn verði lík­lega próf­steinn á nýtt fyr­ir­komu­lag hvað varðar sótt­kví­ar­hót­el. Frá miðnætti hef­ur fólki verið frjálst að taka sína sótt­kví út utan sótt­kví­ar­hót­ela, jafn­vel þótt það komi til lands­ins frá áhættu­svæðum. 

Um helg­ina var fólki heim­ilt að sækja um und­anþágu frá skyldudvöl á sótt­kví­ar­hót­el­um. Það hafði áhrif á fjölda þeirra sem skráðu sig inn á sótt­kví­ar­hót­el í gær, þegar hátt í 30 flug­vél­ar komu til lands­ins. 

„Það komu aðeins færri, en það komu þó um 100 manns til okk­ar í gær. Það er tölu­vert mikið færra en verið hef­ur á svona stór­um dög­um,“ seg­ir Gylfi Þór Þor­steins­son, for­stöðumaður sótt­varna­húsa. 

Áður komu 300 til 400 manns á sótt­kví­ar­hót­el á stór­um dög­um, það hafði þó dreg­ist aðeins sam­an upp á síðkastið þegar 200 til 300 manns komu á sótt­kví­ar­hót­el á stór­um dög­um.

„Ef við get­um eitt­hvað lært af [gær­deg­in­um] mun fækka tölu­vert í hús­um hjá okk­ur á næstu dög­um. Morg­undag­ur­inn verður dag­ur­inn sem við get­um miðað við, þá eru marg­ar vél­ar á leið til lands­ins, þær eru ekki marg­ar í dag. Þá átt­um við okk­ur bet­ur á því hvernig þetta mun þró­ast,“ seg­ir Gylfi.

„Ég held að morg­undag­ur­inn verði svo­lít­ill próf­steinn á það hvernig fram­haldið verður.“

Ekki gest­ir á öll­um sótt­kví­ar­hót­el­um

Reglu­gerð um skyldudvöl á sótt­kví­ar­hót­eli féll úr gildi á miðnætti. Nú ber því eng­um skylda til þess að dvelja á sótt­kví­ar­hót­eli, sama hvaðan fólk kem­ur til lands­ins. Þrátt fyr­ir það hef­ur engu sótt­kví­ar­hót­eli verið lokað. 

„Það eru ekki gest­ir á þeim öll­um eins og staðan er núna en við get­um sagt að úti­dyra­h­urðin sé ólæst, svo við get­um hlaupið inn ef á þarf að halda,“ seg­ir Gylfi.

Samn­ing­ur Rauða kross­ins við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands um sótt­kví­ar­hót­el renn­ur út í lok júní. 

„Svo erum við áfram með rekst­ur á far­sótt­ar­hús­un­um. Það er al­veg áfram vel inn í árið, upp á það að gera að geta tekið á móti fólki sem þarf annaðhvort að vera í ein­angr­un eða í sótt­kví eft­ir út­setn­ingu,“ seg­ir Gylfi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka