Furðar sig á afsökunarbeiðni Samherja

Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins.
Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins. Ljósmynd/RÚV

Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins, furðar sig á yfirlýsingu sem Samherji sendi frá sér í gær þar sem fyrirtækið baðst afsökunar á framgöngu sinni og þeim orðum sem starfsmenn hefðu viðhaft í tölvupóstsamskiptum.

Í færslu á Facebook skrifar Heiðar að þrennt stingi í stúf. Fyrir það fyrsta að afsökunarbeiðni sé ónafngreind. „Samherji“ biðjist afsökunar, en ekki stjórnendur sjálfir. Í öðru lagi þykir Heiðari ekki skýrt á hverju fyrirtækið biðjist afsökunar.

Spyr hann hvort átt sé við myndböndin sem fyrirtækið lét framleiða þar sem fjölmiðlamenn voru sakaðir um skjalafals, „spæjarann“ sem elti Helga Seljan á röndum, njósnir um fjölmiðlamenn og listamenn eða eitthvað allt annað.

Í þriðja lagi segir Heiðar ekki skýrt hvern sé verið a biðja afsökunar.

Heiðar bendir á að forstjóra Samherja hafi verið boðið að mæta í viðtal til Ríkisútvarpsins í gær til að skýra frá þessu, en hann hafi kosið að gera það ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert