Segir íbúa ánægða með styttri afgreiðslutíma

Íbúar í miðbænum eru almennt ánægðir með styttri afgreiðslutíma veitinga- …
Íbúar í miðbænum eru almennt ánægðir með styttri afgreiðslutíma veitinga- og skemmtistaða að sögn Arnars. mbl.is/Arnþór

Arn­ar Guðmunds­son, formaður Íbúa­sam­taka miðborg­ar Reykja­vík­ur, seg­ir að af­greiðslu­tími veit­inga- og skemmti­staða í miðbæn­um hafi verið til umræðu hjá stjórn sam­tak­anna og að íbú­ar séu al­mennt já­kvæðir fyr­ir styttri af­greiðslu­tíma.

Fólkið er frek­ar ánægt með að tím­inn hafi verið stytt­ur aðeins. Það er held ég orðið van­ara því núna að fara fyrr af stað og að hlut­irn­ir klárist fyrr,“ seg­ir Arn­ar í sam­tali við mbl.is.

Sam­kvæmt töl­fræðigögn­um lög­regl­unn­ar hef­ur af­brot­um í miðbæn­um fækkað um rúm­lega helm­ing síðan af­greiðslu­tími veit­inga- og skemmti­staða var stytt­ur vegna far­ald­urs­ins.

Að sögn Arn­ars verða þeir íbú­ar sem búa í ná­vígi við skemmti­staði bæj­ar­ins fyr­ir minna ónæði nú eft­ir að af­greiðslu­tími staðanna var stytt­ur. 

„Sums staðar í miðbæn­um er ná­vígi íbúa við skemmti­staði mjög mikið. Þeir sem búa næst þeim stöðum sem eru opn­ir hvað lengst vilja meina að það sé meiri ró yfir svæðinu núna. Það er ekki eins mikið um þess­ar næt­ur­ferðir og það ónæði sem því fylg­ir. Íbúar skynja það al­veg,“ seg­ir hann.

Arnar Guðmundsson, formaður Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur.
Arn­ar Guðmunds­son, formaður Íbúa­sam­taka Miðborg­ar Reykja­vík­ur.

Ann­ar takt­ur víða er­lend­is

Arn­ar seg­ir ann­an takt tíðkast víða er­lend­is og að til séu leiðir sem gera fólki kleift að skemmta sér leng­ur ef það vill, án þess að ónáða aðra.

„Við þekkj­um það bara víða er­lend­is að þar er takt­ur­inn ann­ar. Hlut­irn­ir eru ein­fald­lega að ger­ast fyrr og fólk að fara fyrr af stað. Þeir sem vilja halda áfram geta svo fært sig á þá staði sem hafa heim­ild til þess að hafa opið leng­ur.

Þeir staðir eru þá skil­greind­ir sem ein­hvers kon­ar næt­ur­klúbb­ar og eru þá ekki al­veg ofan í byggð þar sem fólk býr. Þannig er þetta víða og það er al­veg spurn­ing hvort við eig­um ekki að nota til­efnið og tæki­færið og eiga sam­talið um þetta núna.“

Vilja taka þátt í sam­tal­inu

Íbúa­sam­tök­in vilja gjarn­an taka þátt í sam­tal­inu um styttri af­greiðslu­tíma veit­inga- og skemmti­staða, að sögn Arn­ars. Það sé svo von hans að veit­inga­húsa­eig­end­ur sýni vilja til þess líka.

„Við vær­um mjög til í að eiga aðkomu að ein­hverju sam­tali við borg­ina, veit­inga­húsa­eig­end­ur og fleiri um það hvernig fólk sér fram­haldið fyr­ir sér. Við höf­um ekki mótað nein­ar ákveðnar kröf­ur ein­mitt núna en það hef­ur komið til tals hvort að við ætt­um ekki að fá að verða hluti af þessu sam­tali. 

Við höf­um heyrt að hluti veit­ingastaðaeig­anda sé op­inn fyr­ir því að ræða þetta. Það er spurn­ing hvort veit­inga­menn séu sjálf­ir til­bún­ir að hugsa eitt­hvað af þessu aðeins upp á nýtt, nú þegar hlut­ir eru að fara breyt­ast. Við erum alla vega til í að ræða þetta og við höld­um og von­um það að veit­inga­húsa­eig­end­ur séu til­bún­ir að skoða þetta.“ 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert