Akureyringar kusu gegn auglýstu skipulagi

Dæmi um uppbyggingu sem fellur undir núvernandi aðalskipulag, sem var …
Dæmi um uppbyggingu sem fellur undir núvernandi aðalskipulag, sem var vinsælast meðal þátttakenda í könnuninni. Ljósmynd/Akureyrarbær

Íbúar Akureyrar kusu gegn auglýstu aðalskipulagi fyrir Oddeyri í kosningu sem lauk á miðnætti. Í auglýstri tillögu er lagt til að hús á svæðinu, nærri skemmtiferðaskipahöfninni, gæti orðið allt að 6-8 hæðir. 

Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar. 

Flestir kusu að halda aðalskipulagi svæðisins óbreyttu þar sem gert er ráð fyrir lágreistri byggð og að flest hús geti verið þrjár til fjórar hæðir. 67% þeirra sem greiddu atkvæði kusu óbreytt skipulag. 

Alls tóku 3.878 íbúar þátt í könnuninni, sem er ráðgefandi, og var hluti af málefnasamningi nýs meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar sem samanstendur af öllum flokkum í bæjarstjórn. 

Íbúafjöldi í sveitarfélaginu var þann 1. janúar 19.025.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert