Endurnýjanlegir orkugjafar með 11,4% hlutdeild

Rafbílum fjölgar jafnt og þétt.
Rafbílum fjölgar jafnt og þétt.

Hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum er nú um 11,4%  Sú tala endurspeglar allt endurnýjanlegt eldsneyti sem notað er á farartæki á landi, þ.m.t. rafmagn, lífdísil, metan og vetni. 

Segir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, að Ísland hafi náð þeim árangri að markmið ársins 2020 um 10% hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum sé í höfn og rúmlega það en þetta evar fyrsta markmiðið sem stjórnvöld settu um orkuskipti í samgöngum með afgreiðslu þingsályktunar um orkuskipti fyrir 10 árum. Segir ráðuneytið jafnframt, að það stefni í að rafmagn taki fram úr öðrum endurnýjanlegum orkukostum á næsta ári.

Annar helsti mælikvarði á árangri í orkuskiptum er hlutfall rafmagns- og tvinnorkubifreiða af nýskráningum. Þar er Ísland í öðru sæti á heimsvísu á eftir Noregi.

Ný orkumarkmið hafa verið sett fyrir árið 2030 (40% hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa) og að Ísland verði alfarið óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050.

Heimasíða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert