Áslaug Arna þakkar fyrir sig

Áslaug Arna í Valhöll fyrr í kvöld.
Áslaug Arna í Valhöll fyrr í kvöld. mbl.is/Sigurður Unnar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera stolt af sjálfri sér, fólkinu sínu og baráttunni vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

„Takk öll fyrir stuðninginn og gleðina, þótt úrslit liggi ekki fyrir þá er ekki hægt annað en að fagna risastóru prófkjöri í Reykjavík, gríðarlegum stuðningi í efstu sætin til að leiða lista fyrir næstu kosningar og fólkinu mínu sem hefur staðið svo þétt við bakið á mér þegar ég fer óhrædd í hlutina oft gegn ráðum fjölda fólks og óska eftir stórum verkefnum. Ég segi bara TAKK!“ skrifar Áslaug Arna á facebooksíðu sína.

Næstu tölur í prófkjörinu verða birtar klukkan 23 en þar berst hún við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um efsta sætið.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert