27 þúsund bólusett í vikunni

Ekki er bólusett í höllinni í dag en á morgun …
Ekki er bólusett í höllinni í dag en á morgun er Pfizer-bólusetning þar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls verða um um 27 þúsund ein­stak­ling­ar bólu­sett­ir hér á landi í vik­unni. Nú eru 34,4% full­orðinna full­bólu­sett­ir eða 101.713 ein­stak­ling­ar 16 ára og eldri. 86.496 eru hálf­bólu­sett­ir eða 29,3%. Því eru 63,7% 16 ára og eldri með að minnsta kosti fyrri bólu­setn­ingu og 2,2% hafa fengið Covid-19 og/​eða mót­efni til staðar.

Sam­tals fá um 20 þúsund bólu­efni Pfizer, þar af fá 9 þúsund fyrri bólu­setn­ing­una, í vik­unni. Einnig fá um 7 þúsund ein­stak­ling­ar bólu­setn­ingu tvö með AstraZeneca.

Á höfuðborg­ar­svæðinu er Pfizer-bólu­setn­ing á morg­un. Þá er seinni bólu­setn­ing og haldið áfram með handa­hófs ald­urs­hópa. SMS-boð verður sent til þeirra sem býðst bólu­setn­ing þenn­an dag. Bólu­sett er 9:00 til 15.00

Miðviku­dag­inn 9. júní er AstraZeneca-bólu­setn­ing á höfuðborg­ar­svæðinu. Þá er ein­göngu seinni bólu­setn­ing. SMS-boð verður sent til þeirra sem býðst bólu­setn­ing þenn­an dag. Bólu­sett er 9:00 til 14:00. Einnig mega þeir koma sem sem fengu AstraZeneca fyr­ir fjór­um vik­um eða meira ef nauðsyn­legt er að flýta seinni skammti. Virkni eykst með lengri tíma milli skammta.

Fimmtu­dag­inn 10. júní er Jans­sen bólu­setn­ing á höfuðborg­ar­svæðinu. Þá er haldið áfram með starfs­menn í skól­um. SMS-boð verður sent til þeirra sem býðst bólu­setn­ing þenn­an dag. Bólu­sett er 9:00-14.00.

Bólu­setn­ing­arröðin á höfuðborg­ar­svæðinu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert