Tíminn styttur milli skammta í bólusetningu

Vel gengur að bólusetja í Laugardalshöllinni.
Vel gengur að bólusetja í Laugardalshöllinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þeir sem nú þegar hafa fengið fyrri skammt af AstraZeneca-bólu­efn­inu hafa marg­ir hverj­ir fengið boð um seinni bólu­setn­ingu tölu­vert fyrr en upp­haf­lega stóð til. Verið er að stytta tím­ann milli skammta til þess að reyna að stand­ast bólu­setn­ingaráætl­un stjórn­valda.

Þetta seg­ir Ragn­heiður Ósk Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar á Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, við mbl.is. 

Upp­runa­lega stóð til að 12-14 vik­ur þyrftu að líða á milli skammta, en nú er verið að stytta þann tíma al­mennt niður í 8-9 vik­ur. Þó geta þeir sem fengu fyrri skammt fyr­ir að lág­marki fjór­um vik­um fengið seinni skammt, sé nauðsyn­legt að flýta hon­um.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Ragn­heiður Ósk Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Stór vika

Það stefn­ir í stóra viku í bólu­setn­ing­um. Eins og áður hef­ur komið fram verða þúsund­ir ein­stak­linga bólu­sett­ar dag­lega út vik­una.

Karl­ar fædd­ir 1978, 1979, 1993, 1992, 1983 og kon­ur fædd­ar 1984, 1978, 1998 og 1986 hafa fengið boð í bólu­setn­ingu á þriðju­dag en þess­ir hóp­ar munu fá Pfizer-bólu­efni. Á fimmtu­dag hafa karl­ar fædd­ir 1984, 1977, 1997, 1985, 1976 og kon­ur fædd­ar 2000, 1981, 1980 og 1988 fengið boð í bólu­setn­ingu. Þá fá þess­ir hóp­ar Jans­sen-bólu­efni. Á miðviku­dag verður bólu­sett með AstraZeneca og þá ein­ung­is um að ræða seinni bólu­setn­ingu.

Seg­ir allt ganga vel

Ragn­heiður seg­ir allt ganga vel þrátt fyr­ir að mik­ill fjöldi fólks sé bólu­sett­ur dag­lega og að ein­stak­ling­ar fái stutt­an fyr­ir­vara til þess að mæta í bólu­setn­ingu. Allt sé gert til þess að bólu­setn­ingaráætl­un stjórn­valda stand­ist. 

„Það verður gam­an að sjá hvort okk­ur tak­ist þetta svona á enda­sprett­in­um. Þetta er brött áætl­un að reyna að koma þessu öllu sam­an.“

Ragn­heiður bend­ir þó á að bólu­setn­ingaráætl­un­in sé gerð með fyr­ir­vara um að nægt bólu­efni ber­ist til lands­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert