Hæstiréttur tekur ekki fyrir ummæli í Hlíðamálinu

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hæstiréttur mun ekki taka fyrir mál Oddnýjar Arnarsdóttur sem var fyrr á þessu ári gert að greiða tveimur mönnum miskabætur fyrir ummæli sem hún lét falla í kringum Hlíðamálið. Ummæli hennar haldast því dauð og ómerk.

Oddný vildi áfrýja landsréttardóminum og taldi málið hafa verulegt almennt gildi fyrir tjáningarfrelsi borgaranna um þau málefni sem væru til umræðu í fjölmiðlum. Hún segir umfjöllun fjölmiðla hafa verið óvægna og til þess fallna að almenningur, þar með talið hún, hefðu dregið ýmsar ályktanir og þaðan hefðu ummælin sprottið.

Í góðri trú um réttmæti ummælanna

Í beiðninni kemur fram að hún hefði ekki veitt persónulegar upplýsingar um aðila og auk þess verið í góðri trú um réttmæti ummælanna, þau hefðu enn fremur verið liður í almennri umfjöllun um kynferðisbrot og rannsókn þeirra.

Hæstiréttur féllst ekki á röksemdir Oddnýjar og sagði málið ekki hafa verulegt almennt gildi umfram það sem leitt verður af öðrum dómsúrlausnum. Oddný verður því að greiða mönnunum hvorum um sig miskabætur og málskostnað í samræmi við dóm Landsréttar, samtals 1.600.000 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert