Mikilfengleg eldfjallasýn við útsýnishólinn óaðgengilega

Eldgosið á Reykjanesi
Eldgosið á Reykjanesi mbl.is/Árni Sæberg

Hraunflæðið leitaði hátt til lofts frá eldgígnum í Geldingadölum þegar ljósmyndari Morgunblaðsins kom þar að með þyrlu í gær, en útsýnishóllinn er ekki lengur fær gangandi vegfarendum.

Sást þar þó gjörla hversu gríðarlegt magn hraunflæðis gat gosið upp, inn á milli þess sem gígurinn lá í dvala og beið þess að næsta hrina hæfist.

Þrjár myndavélar sýna nú beint frá gosinu á mbl.is fyrir þá sem vilja fylgjast með því. Hraunið leitar nú suður Nátthaga og hafa verið gerð drög að frekari varnargörðum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Hægt er að sjá yfirlit yfir myndavélarnar þrjár hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert