Örtröð við Höllina: „Þetta er alveg fáránlegt!“

Röðin til að komast í bólusetningu í Laugardalshöll í dag …
Röðin til að komast í bólusetningu í Laugardalshöll í dag er mjög löng. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mik­il ör­tröð er við Laug­ar­dals­höll­ina þar sem marg­ir freista þess að fá sína seinni sprautu af bólu­efni AstraZeneca gegn kór­ónu­veirunni.

Þúsund­ir hafa fengið form­legt boð um að mæta og þúsund­ir freista gæf­unn­ar haf­andi ekk­ert boð fengið um að mæta í dag. Þrátt fyr­ir það virðast all­ir þurfa að bíða í sömu biðröðinni, sem nær nú upp á Suður­lands­braut og langt aft­ur um nær­liggj­andi göt­ur. 

Við þetta er Hlyn­ur Jóns­son Arn­dal ekki sátt­ur, en hann fékk boð um að mæta í dag og þiggja sína seinni AstraZeneca-sprautu. Kona hans á svo tíma klukk­an 14:20. Hlyn­ur er stadd­ur við Laug­ar­dals­höll og skil­ur ekki hvernig þeir, sem boð hafa fengið um að mæta í dag, eiga eig­in­lega að bera sig að. 

Röðin nær upp á Reykjaveg og Suðurlandsbraut.
Röðin nær upp á Reykja­veg og Suður­lands­braut. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Fólk í for­gangi en bíður í sömu röð

„Þetta er al­veg fá­rán­legt!“ seg­ir hann við mbl.is. 

„Maður fær boð um að mæta hérna og þarf svo að bíða í röð eins og þeir sem fengu ekki boð. Maður botn­ar bara ekki í þessu.“

Í dag barst „áríðandi til­kynn­ing“ frá Heilsu­gæsl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu þar sem fólk, sem ekki hafði fengið form­lega boðun um að mæta í dag, var beðið um að bíða þar til eft­ir klukk­an 14 í dag. Er þá átt við þá sem freista þess að fá síðari AstraZeneca-sprautu sína. 

„Þeir aug­lýsa það svo að þetta eigi að klár­ast fyr­ir klukk­an tvö og þá megi hver sem er mæta í seinni spraut­una, en kon­an mín á boð klukk­an 14:20. Maður skil­ur nátt­úr­lega bara ekk­ert í þessu, þetta eru bara vit­leys­ing­ar sem stýra þessu. Það er ekk­ert skipu­lag og maður veit bara ekk­ert hvernig maður á að bera sig að til þess að kom­ast á þeim tíma sem maður var boðaður.“

Einhver þúsund bíða þess að komast í bólusetningu.
Ein­hver þúsund bíða þess að kom­ast í bólu­setn­ingu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Reyndi að fá svör

Hlyn­ur lét ekki bjóða sér að standa í röð, sem virðist ætla að taka rúm­an klukku­tíma að klára, held­ur fór hann að and­dyri Laug­ar­dals­hall­ar í þeirri von um að fá svör við hvernig ætti að bera sig að. Það var fýlu­ferð.

„And­dyrið er stappað. Svo er fólk þarna í óðaönn bara við að reyna að stýra mann­fjöld­an­um inn og það gat eng­inn sagt neitt af eða á.“

„Þeir segja að maður sé í ein­hverj­um for­gangi en svo veit maður ekk­ert hvernig maður á að bera sig að. Fólk er að fá frí úr vinnu og er jafn­vel að fresta lækna­tím­um og öðru til þess að koma þarna. Þetta er nátt­úr­lega bara fá­rán­legt,“ seg­ir Hlyn­ur og er aug­ljós­lega ekki sátt­ur.

Þar að auki reyndi Hlyn­ur að finna upp­lýs­ing­ar á vef heilsu­gæsl­unn­ar um hvernig hann ætti að bera sig að, en hafði ekki er­indi sem erfiði.

Anddyrið er stappað, segir Hlynur Jónsson Arndal.
And­dyrið er stappað, seg­ir Hlyn­ur Jóns­son Arn­dal. Ljós­mynd/​Hlyn­ur Jóns­son Arn­dal
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka