Fleiri rekast á falsfréttir á Íslandi

Falsfréttir hafa um árabil verið áhyggjuefni hjá fjölmiðlanefnd og öðrum …
Falsfréttir hafa um árabil verið áhyggjuefni hjá fjölmiðlanefnd og öðrum sambærilegum stofnunum. AFP

Íslend­ing­ar eru tals­vert lík­legri en Norðmenn til þess að rek­ast á fals­frétt­ir á hinum ýmsu miðlum. Tæp­ur þriðjung­ur seg­ist hafa myndað sér ranga skoðun á op­in­berri per­sónu vegna vill­andi upp­lýs­inga. Þetta kem­ur fram í nýrri spurn­inga­könn­un fjöl­miðlanefnd­ar um fals­frétt­ir og upp­lýs­inga­óreiðu.

Rétt tæp 70% svar­enda segj­ast hafa rek­ist á fals­frétt­ir eða fengið þær send­ar með öðrum hætti á síðustu mánuðum, hlut­fallið er hærra hjá körl­um en kon­um. Íslenska hlut­fallið er tölu­vert hærra en í sam­bæri­legri könn­un á Norðmönn­um þar sem 44% sögðust hafa rek­ist á fals­frétt­ir.

Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti ef­ast um sann­leiks­gildi upp­lýs­inga

Alls segj­ast 87% þátt­tak­enda sig frek­ar eða mjög lík­lega til þess að ef­ast um sann­leiks­gildi upp­lýs­inga á vefn­um. Í þess­um flokki skera yngsti og elsti ald­urs­hóp­ur­inn sig út en rúm 30% svar­enda á ald­urs­bil­inu 15-17 segja eng­ar eða litl­ar lík­ur á því að þau ef­ist um sann­leiks­gildi upp­lýs­inga á net­inu. Hjá 60 ára og eldri var fimmt­ung­ur þeirr­ar skoðunar.

Könn­un­in er ann­ar hluti skýrslu fjöl­miðlanefnd­ar um miðlalæsi á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert