Hörð samkeppni um efstu sætin

Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Arnþór

Nokk­ur hiti er í bar­átt­unni um efstu sæt­in í yf­ir­stand­andi prófkjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi, að fyrsta sæt­inu und­an­skildu. Formaður flokks­ins, Bjarni Bene­dikts­son, er einn um odd­vita­sætið en aðrir þing­menn flokks­ins í kjör­dæm­inu bjóða sig all­ir fram í annað sæti.

Það eru þau Bryn­dís Har­aldsdótt­ir, Óli Björn Kára­son og JónGunn­ars­son. Jón Gunn­ars­son var í öðru sæti í síðasta próf­kjöri árið 2016, Óli Björn í þriðja sæti og Bryn­dís Har­alds­dótt­ir varð í fimmta sæti en var færð upp í annað sætið vegna kynja­sjón­ar­miða.

Áhuga­vert verður að fylgj­ast með gengi Vil­hjálms Bjarna­son­ar, fyrr­ver­andi þing­manns, í próf­kjörinu, sem býður sig fram í 2. til 3. sæti. Hann lenti í fjórða sæti í síðasta próf­kjöri flokks­ins árið 2016 en færðist niður í fimmta sætið er Bryn­dís Har­alds­dótt­ir var færð upp list­ann. Óbreytt­ir list­ar voru lagðir fram fyr­ir alþing­is­kosn­ing­ar 2017 vegna skamms fyr­ir­vara á kosn­ing­un­um og dugði fimmta sætið þá Vil­hjálmi ekki til þing­sætis, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um próf­kjörið í Morg­un­blaðinu í dag.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert