Niðurstöðurnar styrkja trú á bóluefnunum

Davíð O. Arnar er annar tveggja óháðra sérfræðinga sem vann …
Davíð O. Arnar er annar tveggja óháðra sérfræðinga sem vann skýrsluna fyrir Embætti landlæknis. mbl.is/Ásdís

Niður­stöður at­hug­un­ar óháðra sér­fræðinga á and­láti fimm og fimm veik­inda í kjöl­far bólu­setn­inga við Covid-19 liggja nú fyr­ir. Davíð O. Arn­ar, yf­ir­lækn­ir hjarta­lækn­inga á Land­spít­al­an­um og ann­ar sér­fræðinga nefnd­ar­inn­ar, seg­ir það hafa komið hon­um aðeins á óvart hve fáar al­var­leg­ar auka­verk­an­ir séu af bólu­efn­un­um.

Langt gengið krabba­mein kann að hafa or­sakað blóðsega

Í einu til­felli var það metið mögu­legt en þó ólík­legt að dauðsfallið megi rekja til bólu­efn­is­ins. Í sam­tali við mbl.is seg­ir Davíð að þar hafi verið um að ræða ein­stak­ling með langt gengið krabba­mein. Slíkt eyk­ur sega­hneigð blóðsins og þannig lík­ur á blóðtappa­mynd­un. Í þess hátt­ar til­fell­um er erfitt að vera viss hvort það hafi verið blóðsegi sem mynd­ast vegna krabba­meins­ins eða bólu­efnið sem slíkt sem hafi or­sakað blóðtappa­mynd­un­ina. Ekki er með öllu hægt að úti­loka síðar­nefnda kost­inn.

Nefnd­inni var falið að rann­saka tíu at­vik, fimm dauðsföll og fimm til­vik blóðsega. Þau tengd­ust þrem­ur af þeim fjór­um bólu­efn­um sem eru í notk­un hér­lend­is. Það eru Pfizer, Moderna og AstraZeneca.

Alls hafa 128.645 ein­stak­ling­ar verið full­bólu­sett­ir við kór­ónu­veirunni hér­lend­is.
Alls hafa 128.645 ein­stak­ling­ar verið full­bólu­sett­ir við kór­ónu­veirunni hér­lend­is. Krist­inn Magnús­son

Eitt veik­inda­til­felli má lík­lega rekja til bólu­efn­is

Í einu til­felli voru tengsl milli auka­verk­ana og veik­inda met­in lík­leg. Þar hafði maður, sem fékk bólu­efni AstraZeneca, fengið afar sjald­gæfa auka­verk­un bólu­efn­is­ins sem veld­ur blóðflögu­fækk­un með blóðsega. Þetta er þekkt, en ákaf­lega sjald­gæf, auka­verk­un. Sá ein­stak­ling­ur fékk viðeig­andi meðferð og jafnaði sig.

„Niður­stöðurn­ar styrkja okk­ur í þeirri í trú okk­ar að al­var­leg­ar auka­verk­an­ir bólu­setn­inga vegna Covid-19 séu afar sjald­gæf­ar. Af þeim tug­um þúsunda sem hafa verið bólu­sett kom upp eitt al­var­legt til­vik og þar var brugðist rétt við. Það er rétt að taka það fram að flest sem við ger­um í lækn­is­fræði, hvers kyns inn­grip sem það kann að vera, notk­un bólu­efn­is, lyfja­gjöf og hvað annað get­ur alltaf haft í með sér ein­hverj­ar auka­verk­an­ir eða fylgi­kvilla,“ seg­ir Davíð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka