Bílastæði víkja fyrir skiltum

Reykjavíkurborg segir mikilvægt að halda gangstéttum í miðbænum algerlega hindrunarlausum …
Reykjavíkurborg segir mikilvægt að halda gangstéttum í miðbænum algerlega hindrunarlausum fyrir þann fjölda fólks sem þar er að jafnaði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þeir öku­menn sem lagt hafa leið sína í miðbæ Reykja­vík­ur ný­verið hafa vafa­lítið tekið eft­ir upp­lýs­inga­skilt­um Am­nesty In­ternati­onal sem búið er að setja í Póst­hús­stræti við Aust­ur­völl, beint fyr­ir fram­an Hót­el Borg. Skilt­in standa á stein­steypt­um sökkl­um og er búið að koma þeim vand­lega fyr­ir í alls sjö bíla­stæðum.

Versl­un­ar­maður í miðbæn­um sem Morg­un­blaðið ræddi við seg­ist hissa á staðsetn­ing­unni, lítið mál sé að koma skilt­un­um fyr­ir á gang­stétt við hliðina á bíla­stæðunum eða á sjálf­um Aust­ur­velli. Þar hafi sam­bæri­leg skilti margsinn­is fengið að standa.

Reykja­vík­ur­borg gaf leyfi fyr­ir því að leggja bíla­stæðin und­ir skilt­in. Í svari borg­ar­inn­ar við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins kem­ur fram að um sé að ræða „part af viðburðadag­skrá Borg­ar­inn­ar okk­ar“ og að skilt­in hafi verið sett upp 26. maí sl.

Eng­in dag­setn­ing ligg­ur fyr­ir um það hvenær skilt­in verða fjar­lægð, búið sé að samþykkja ljós­mynda­sýn­ing­ar í stönd­un­um út sept­em­ber. Þá seg­ir Reykja­vík­ur­borg ekki hægt að staðsetja skilt­in ann­ars staðar en á bíla­stæðunum því á svæðinu er „jafn­an mikið mann­líf og halda þarf aðgengi á gang­stétt óskertu fyr­ir gang­andi veg­far­end­ur“. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert