Ekkert samráð um olíuflutninga

Tugir bíla frá Olíudreifingu og Skeljungi fara frá Grandanum á …
Tugir bíla frá Olíudreifingu og Skeljungi fara frá Grandanum á hverjum degi. Þeir bætast við þunga umferð á Hringbraut næstu vikurnar. mbl.is/Árni Sæberg

„Það eru ekki margar lausnir á þessu vandamáli en það hefði verið hægt að tímasetja þetta öðruvísi,“ segir Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar.

Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær verður Mýrargata lokuð næstu þrjár vikurnar vegna framkvæmda Veitna í Vesturbæ Reykjavíkur. Það hefur í för með sér að olíuflutningar, sem alla jafna fara um Mýrargötu og Sæbraut, færast yfir á Hringbraut. Sú leið þykir ekki heppileg vegna slysahættu.

„Við völdum á sínum tíma í samráði við slökkviliðið að fara Mýrargötu og Sæbraut enda er það hættuminnsta leiðin með tilliti til íbúa. Ef eitthvað gerist er viðbragðstími styttri þar. Það er allt miklu erfiðara á Hringbrautinni, þar eru byggingar alveg ofan í veginum. Ég skil alveg að almenningur vilji ekki hafa olíuflutninga þar. Það er allt annað að lenda við hliðina á svona bíl á Hringbraut en á Sæbraut, það er bara allt önnur nálgun,“ segir Hörður.

Tugir bíla frá Olíudreifingu og Skeljungi fara af Grandanum á hverjum degi, að því er fram kemur í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka