25 þúsund skammtar gefnir í vikunni

Fjöldi fólks bíður þess að fara í bólusetningu í Laugardalshöll.
Fjöldi fólks bíður þess að fara í bólusetningu í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stór bólu­setn­ing­ar­vika er fram und­an á höfuðborg­ar­svæðinu. Í dag verður bólu­sett með bólu­efni Jans­sen, en skila­boð hafa verið send til þeirra sem býðst bólu­setn­ing í dag. Karl­ar fædd­ir 1981, 1994, 2001 og 2002 hafa fengið boð um bólu­setn­ingu í dag sem og kon­ur fædd­ar 1976, 1979, 1993 og 1997. 

Eft­ir klukk­an 14 í dag geta þeir, sem eiga eldra boð í bólu­setn­ingu með Jans­sen, fengið bólu­setn­ingu í Laug­ar­dals­höll á meðan birgðir end­ast. 

Þriðju­dag­inn 15. júní verður bólu­sett með bólu­efni Pfizer. Um er að ræða seinni bólu­setn­ingu auk þess sem haldið verður áfram með bólu­setn­ingu ald­urs­hópa. Karl­ar fædd­ir 1996 hafa fengið boð í bólu­setn­ingu á þriðju­dag auk kvenna fæddra 1992. Þar að auki hafa krakk­ar fædd­ir árin 2003 og 2004 fengið boð í bólu­setn­ingu. 

Miðviku­dag­inn 16. júní verður bólu­sett með bólu­efni Moderna. Karl­ar fædd­ir 1982 hafa þá fengið boð í bólu­setn­ingu en auk þess verða gefn­ar seinni bólu­setn­ing­ar. 

Líkt og fram kom í Morg­un­blaðinu í dag verða í vik­unni gefn­ir 10 þúsund skammt­ar af Jans­sen, 10 þúsund skammt­ar af Pfizer og 5 þúsund skammt­ar af Moderna. 

Alls hafa rúm­lega 317 þúsund skammt­ar bólu­efn­is vegna kór­ónu­veirunn­ar verið gefn­ir hér á landi. Bólu­setn­ing er haf­in hjá rúm­lega 86 þúsund manns og tæp­lega 129 þúsund eru full­bólu­sett­ir. 

Komi ekki á fastandi maga 

„Við ósk­um eft­ir því að þeir, sem koma og eiga strika­merki fyr­ir þann dag sem þeir mæta, komi á til­sett­um tíma, þeir sem ekki mættu þann dag sem þeir voru boðaðir geta mætt eft­ir kl. 14 til þess að ekki verði of lang­ar biðraðir,“ sagði Ragn­heiður Ósk Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag

Þá ít­rek­ar Ragn­heiður að ef biðraðir mynd­ist megi fólk sem á erfitt með að ganga endi­lega láta vita af sér og verði reynt að kippa því fram fyr­ir. Í síðustu viku var stór Jans­sen­bólu­setn­ing­ar­dag­ur á fimmtu­deg­in­um þar sem fjöldi fólk af yngri kyn­slóðinni streymdi inn í Laug­ar­dals­höll og fékk bólu­efni eft­ir langa bið. Þá seg­ir Ragn­heiður að tölu­vert hafi verið um yf­irlið þann dag. „Það er tölu­vert meira um yf­irlið hjá yngri kyn­slóðinni, það var mjög sjald­gæft að það væri að líða yfir fólk af eldri kyn­slóðinni en þetta er al­gengt hjá yngri,“ sagði Ragn­heiður. Þá hvet­ur hún alla sem mæta í bólu­setn­ingu til þess að borða og drekka áður en þeir mæta. „Ekki koma til okk­ar á fastandi maga.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka