Ellefu kílómetra farvegur Grenlækjar nánast þurr

Farvegurinn er nánast þurr en vatn situr þó eftir í …
Farvegurinn er nánast þurr en vatn situr þó eftir í litlum einangruðum pollum. Lífríkið hefur beðið tjón af vatnsþurrðinni. Ljósmynd/Friðþjófur Árnason

Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir að vatnsleysi í farvegi Grenlækjar í Skaftárhreppi sé umhverfisslys. Og því miður sé þetta ekki í fyrsta skipti sem það gerist.

Athugun Hafró á Grenlæk sýnir að efstu ellefu kílómetrar lækjarins, á svæðinu ofan við Stórafoss, eru nánast þurrir. Vatn situr eftir í pollum sem ekki flæðir á milli. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatnssviðs hjá Hafrannsóknastofnun, segir að eðlilega þrífist ekki mikið líf í þurrum farvegi.

Ein helstu hrygningar- og uppeldissvæði sjóbirtings sem einkenna lindarlækinn eru á þurra svæðinu og telur stofnunin að hann hafi orðið illa úti þar sem nær öll seiði á þessu svæði hafi drepist, eða 2-3 árgangar. Síðar muni koma í ljós hversu alvarlegur skaði hafi orðið á fullorðnum fiski en líkur taldar á að hluti stærri fiska hafi náð að forða sér neðar í lækinn þar sem enn er vatn og út í sjó.

Guðni segir að vatnsþurrð hafi haft slæm áhrif á lífríki Grenlækjar árin 2008 og 2016. Á síðara árinu var hluti sjóbirtingsstofnsins genginn til sjávar og skilaði sér til baka síðsumars og um haustið til hrygningar eftir að vatn var aftur tekið að renna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert