„Eftir að hafa legið bjargarlaus í sjúkrarúmi og ekki getað náð sambandi við nokkra manneskju en þó með heila hugsun allan tímann, sem ég gat ekki tjáð, þá hefur hugurinn þroskast og sýn mín á lífið breyst. Ég finn núna hvað litlu hlutirnir skipta miklu máli. Veröldin smækkar þegar maður er hverja stund við dauðans dyr. Hver einasta stund verður svo dýrmæt og hver andardráttur skiptir svo miklu meira máli en fréttir dagsins.“
Þetta skrifar Katrín Björk Guðjónsdóttir, 28 ára gömul kona á Flateyri sem fékk þrisvar alvarlegt heilablóðfall, á bloggi sínu katrinbjorkgudjons.com. Í dag eru nákvæmlega sex ár frá því hún vaknaði eftir stærsta áfallið.
Hún skrifar að lífið hafi orðið eins og dýrgripur sem hún hafi þurft að halda fast í svo hún myndi ekki missa hann, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.