Takmarkanir setja svip sinn á 17. júní

Kópavogsbúar skemmta sér á 17. júní.
Kópavogsbúar skemmta sér á 17. júní. Ljósmynd/Kópavogsbær

Þjóðhátíðardag­ur Íslend­inga verður hald­inn hátíðleg­ur á fimmtu­dag­inn víðsveg­ar um landið. Í Reykja­vík verða hátíðahöld með svipuðu sniði og á síðasta ári vegna sam­komutak­mark­ana.

Er fólk hvatt til að halda upp á dag­inn með vin­um og fjöl­skyldu og skreyta heim­ili og garða með fán­um og fána­lit­um. Það verður þó ein­hver dag­skrá á Klambra­túni og í Hljóm­skálag­arði sem og óvænt­ar uppá­kom­ur í miðborg­inni.

Morgun­athöfn­in á Aust­ur­velli verður sýnd í beinni út­send­ingu á RÚV. Verður hún að öðru leyti með hefðbundn­um hætti og sam­an­stend­ur af ávarpi for­sæt­is­ráðherra og frum­flutn­ingi fjall­kon­unn­ar á sér­sömdu ljóði í til­efni dags­ins. Að því loknu munu ný­stúd­ent­ar leggja blóm­sveig að leiði Jóns Sig­urðsson­ar og Ingi­bjarg­ar í Hóla­valla­kirkju­g­arði. For­seti borg­ar­stjórn­ar, Al­ex­andra Briem, flyt­ur ávarp og skát­ar munu standa heiður­svakt.

Rýmk­an­ir á sam­komutak­mörk­un­um tóku gildi á miðnætti í nótt svo nú mega allt að 300 manns koma sam­an og fjar­lægðar­tak­mörk eru aðeins einn metri. Ef ekki er unnt að upp­fylla eins metra regl­una gild­ir grímu­skylda.

Mörg fjöl­menn­ustu bæj­ar­fé­lög­in hafa þurft að grípa til annarr­ar út­færslu á þjóðhátíðinni en þau eru vön vegna sótt­varn­a­reglna. Í fyrra voru þó í gildi sam­komutak­mark­an­ir á þess­um sama tíma svo mörg þeirra styðjast við svipað fyr­ir­komu­lag og var þá. Í Kópa­vogi og á Reykja­nesi verða hverf­is­hátíðir, í Hafnafirði verða fjölda­tak­mörk á viðburði og á Seltjarn­ar­nesi eru íbú­ar hvatt­ir til að halda dag­inn hátíðleg­an með vin­um og fjöl­skyldu. thorab@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert