Litlu kaffistofunni lokað í júlí

Litla kaffistofan á Suðurlandsvegi.
Litla kaffistofan á Suðurlandsvegi. mbl.is/Golli
Litlu kaffistofunni við Suðurlandsveg í Svínahrauni verður lokað í júlí. Ástæðan er sú að rekstrarumhverfið hefur breyst verulega. Starfsfólk Litlu kaffistofunnar tilkynnti þetta á facebooksíðu staðarins í dag. 

„Þar sem rekstrarumhverfið fyrir lítil fyrirtæki er orðið mjög breytt hefur sú ákvörðun verið tekin að loka Litlu kaffistofunni. Síðasti áætlaði afgreiðsludagur verður 31. júlí nk. Fram að þeim tíma verður opið alla virka daga frá kl. 9 til 14 meðan verið er að tæma lagerbirgðir. Hádeigismatur verður óbreyttur, en minnkað úrval í brauði og kökum,“ segir í facebookfærslunni. 

„Við viljum nota tækifærið og þakka viðskiptavinum okkar fyrir góðar móttökur og góð kynni á þessum fimm árum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert