„Þetta er bara óvissa“

Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga.
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga. mbl.is/Árni Sæberg

Von er á rúmlega 46 þúsund skömmtum af bóluefnum frá Pfizer, Moderna og AztraZeneca til landsins og því stór vika í bólusetningum fram undan. Til stóð að klára endurbólusetningar með bóluefninu AstraZeneca á fimmtudaginn, en ekki er víst að það náist.

Líklega verða tafir á afhendingu síðustu sendingarinnar af bóluefni AstraZeneca, eins og greint er frá í frétt Rúv.

Líklega verður einhver töf á síðustu sendingu AstraZeneca til landsins.
Líklega verður einhver töf á síðustu sendingu AstraZeneca til landsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bólusett verður með Janssen á þriðjudag og Pfizer á miðvikudag, að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.

„Svo á fimmtudagurinn bara eftir að skýrast. Það skýrist ekki fyrr en á miðvikudaginn 23. júní þannig við fáum þetta alla vega ekki fyrr,“ segir Sigríður í samtali við mbl.is.

Samkvæmt Sigríði stendur svo til að bæta við þremur bólusetningardögum til viðbótar í lok mánaðarins. Þá segir hún erfitt að skipuleggja bólusetningar lengra fram í tímann.

„Trúlega verður þá bólusett með Astra, Moderna, Pfizer og kannski með Janssen. Við erum bara ekki komin lengra því við höfum ekki meira. Svarið er svona óljóst því við fáum að vita þetta með svo litlum fyrirvara. Þetta er bara óvissa.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert