„Við erum ekki að fara að ná í fólkið“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:34
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:34
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Þrátt fyr­ir að nokkr­ar vik­ur séu síðan lög­reglu­yf­ir­völd og björg­un­ar­sveit­ir fóru að vara fólk við því að ganga á hraun­inu í Geld­inga­döl­um ber enn á því að fólk sé að ganga á hraun­breiðunni. Á vef­mynda­vél mbl.is mátti sjá nokkra ein­stak­linga á gangi yfir hraun­breiðuna í Nátt­haga um klukk­an 16 í dag.

„Fólk labb­ar ekki þarna á meðan við erum á svæðinu, við kom­um ekki á svæðið fyrr en klukk­an sex á kvöld­in,“ seg­ir Bogi Ad­olfs­son, formaður björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Þor­bjarn­ar, spurður hvort þetta sé al­gengt meðal gesta.

Hvort um sé að ræða Íslend­inga eða er­lenda ferðamenn seg­ir Bogi að erfitt sé að full­yrða, en lík­lega séu þetta ferðamenn.

„Það er bara meira af ferðamönn­um á svæðinu held­ur en Íslend­ing­um.“

Bogi Adolfsson, formaður Þorbjarnar.
Bogi Ad­olfs­son, formaður Þor­bjarn­ar. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Ekki víst að hægt sé að bjarga fólki

Hvort hægt sé að bjarga fólki, fari allt á versta veg á göngu þeirra yfir hraun­breiðuna, seg­ir Bogi: „Við för­um ekki þarna inn á, það er bara þannig. Ég á fjöl­skyldu og ég mun ekki fara þarna yfir.“

Bogi seg­ist þá ekki viss um að fólk geri sér grein fyr­ir því að senni­leg­ast væri ekk­ert hægt að gera, verði slys á hraun­breiðunni.

„Þetta er bara „komm­on sens“, við erum ekki að fara að ná í fólkið. Það verður bara að geta skriðið til baka og ég held að fólk geri sér ekki grein fyr­ir þessu.“

Bogi seg­ir einnig að ekki sé hægt að eiga við það að fólk ætli sér yfir hraunið. Lög­regl­an hafi séð til tveggja manna á gangi um hraunið fyr­ir nokkr­um dög­um, þeir hafi snúið við þegar þeir sáu til lög­regl­unn­ar og ein­fald­lega beðið þar til lög­regl­an fór af vett­vangi.

„Að mínu mati er þetta fínt til þess að horfa á, en hvers virði er það að sjá ofan í gíg­inn ef það drep­ur þig.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert