Íslenskan er á undanhaldi

Ferðamenn sjá skilti á ensku og ensk fyrirtækjanöfn. Íslendingar þurfa …
Ferðamenn sjá skilti á ensku og ensk fyrirtækjanöfn. Íslendingar þurfa að tala ensku til að fá afgreiðslu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þegar Íslend­ing­ar ferðuðust sjálf­ir sem mest inn­an­lands á ár­inu 2020 vegna Covid-19-heims­far­ald­urs fengu þeir oft­ar en ekki fyr­ir­mynd­araf­greiðslu og þjón­ustu á ensku og urðu að kyngja því að lesa mat­seðla, aug­lýs­ing­ar og til­kynn­ing­ar sömu­leiðis á ensku.“

Þetta má lesa í frétt Há­skól­ans á Hól­um um nýja skýrslu um ensku sem ríkj­andi mál í ferðaþjón­ustu hér á landi. Ferðamála­deild skól­ans vann skýrsl­una í sam­vinnu við Stofn­un Árna Magnús­son­ar og má lesa hana á heimasíðu skól­ans (hol­ar.is), að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag

Þær Ágústa Þor­bergs­dótt­ir, starfsmaður Stofn­un­ar Árna Magnús­son­ar í ís­lensk­um fræðum, Anna Vil­borg Ein­ars­dótt­ir og Sig­ríður Sig­urðardótt­ir, lek­tor­ar við ferðamála­deild Há­skól­ans á Hól­um, rann­sökuðu hvert væri ráðandi tungu­mál í ís­lenskri ferðaþjón­ustu. Niður­stöðurn­ar benda til þess „að ferðaþjón­ustuaðilum virðist ekki auðvelt að halda ís­lenskri tungu á lofti eða nota hana í þjón­ustu sinni. Þeir telja að enska verði að vera ráðandi tungu­mál í ferðaþjón­ustu, sér­stak­lega í markaðssetn­ingu og færri en fleiri sjá ástæðu til þess að nota ís­lensku meðfram ensku.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka