Kom í veg fyrir tvö mögulega alvarleg slys

Umferð um Suðurlandsveg.
Umferð um Suðurlandsveg. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þegar þeir átt­földuðu sekt­ina þá hugsaði maður; nú hætt­ir þetta, en það virðist alls ekki vera raun­in,“ seg­ir mótor­hjóla­maður sem mbl.is talaði við varðandi tvö at­vik sem hann lenti í á milli Sel­foss og Hvolsvall­ar þar sem hefðu getað orðið mjög al­var­leg slys vegna notk­un­ar farsíma und­ir stýri.

Maður­inn, sem vill ekki koma fram und­ir nafni, ók á bif­hjóli á milli Sel­foss og Hvolsvall­ar í gær­kvöldi í lít­illi um­ferð að hans sögn.  

„Ég var að keyra á minni ak­rein þegar bíll kem­ur á móti mér á mín­um veg­ar­helm­ingi. Ég sá að ökumaður­inn vissi ekki af mér svo ég hægði á mér og náði að sveigja mér snögg­lega frá. Ég kom þannig í veg fyr­ir að hún keyrði á mig,“ en maður­inn seg­ir að um unga konu hafi verið að ræða sem hafi verið með sím­ann í kjölt­unni og ekki litið upp. „Ég held að hún hafi ekki einu sinni tekið eft­ir þessu.“

Hefði getað lent fram­an á vöru­bíl

Um tíu mín­út­um síðar er bíll fyr­ir fram­an mann­inn sem keyrt er óeðli­lega hægt. „Bíll­inn var ör­ugg­lega 20 kíló­metr­um und­ir há­marks­hraða og ég geri mig því klár­an að taka fram úr. Þegar ég sveigi yfir á vinstri þá sveig­ir bíll­inn á sama tíma í sömu átt. Fyrsta hugs­un­in var hvort ökumaður­inn hafi vilj­andi verið fyr­ir mér. Ég tók þá eft­ir að þar var önn­ur ung kona með sím­ann í kjölt­unni,“ seg­ir maður­inn og bæt­ir við að kon­an hafi hvorki litið upp né séð hann.  

Maður­inn seg­ir að kon­an hafi haldið áfram svigakstri og mótor­hjóla­maður­inn þá tekið eft­ir vöru­bíl sem kom á móti þeim. „Ég gef því í og keyri að vinstri hlið bíls­ins og baða hönd­um til henn­ar, þá fæ ég loks­ins at­hygli öku­manns­ins.

Í fyrra til­fell­inu, ef ég hefði ekki haft fulla at­hygli og viðbrögðin verið góð, þá hefði ég ábyggi­lega fengið þann bíl fram­an á mig og lík­lega ekki lent í seinna til­fell­inu. Í því til­felli hefði ökumaður­inn lent fram­an á vöru­bíln­um ef ég hefði ekki bankað á rúðuna hjá henni.“

Hækk­un á sekt­inni litlu breytt

Maður­inn seg­ir að það sé hans til­finn­ing að þó að sekt fyr­ir notk­un farsíma í akstri hafi hækkað úr 5.000 krón­um 40.000 hafi það litlu breytt. „Ég fór að velta fyr­ir mér hvað sekt­in þyrfti að vera há til þess að hún kæmi í veg fyr­ir að fólk væri í sím­an­um. Því fór ég að velta því fyr­ir mér hvort það þyrfti ekki að af­greiða þetta á sama máta og ölv­unar­akst­ur. Ég held að þetta sé al­veg jafn­hættu­legt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert