Vilja heildarendurskoðun dönskukennslu

Á mynd frá vinstri til hægri: Viktor Lorange, forseti, Eva …
Á mynd frá vinstri til hægri: Viktor Lorange, forseti, Eva Brá Önnudóttir, varaforseti, Geir Finnsson, gjaldkeri, Geir Zoëga, viðburðastjóri, Benedikt Bjarnason, alþjóðafulltrúi. Ljósmynd/Aðsend

Aðal­fund­ur ung­menna­deild­ar Nor­ræna fé­lags­ins var hald­inn í dag. Á fund­in­um var ný stjórn kjör­in og samþykkt var að breyta nafni fé­lags­ins í Ung nor­ræn. Auk þess tel­ur ný­kjör­in stjórn að taka þurfi dönsku­kennslu til heild­ar­end­ur­skoðunar. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

Fé­lagið tel­ur að taka þurfi dönsku­kennslu í mennta­kerf­inu til heild­ar­end­ur­skoðunar en það er mat Ung nor­ræn að fram­kvæmd henn­ar skili ekki nægi­lega góðum ár­angri í að búa ís­lensk­um ung­menn­um þeim tungu­mála­grunni sem er nauðsyn svo þeim sé kleift að nýta ágóða nor­ræns sam­starfs til fulls.

Meg­um ekki vera eft­ir­bát­ar í nor­rænu sam­starfi

Einnig kem­ur fram í til­kynn­ing­unni að stjórn fé­lags­ins telji að það sé skylda stjórn­valda að passa upp á að Íslend­ing­ar séu ekki eft­ir­bát­ar í nor­rænu sam­starfi og að stjórn­völd stuðli að því að ís­lensk ung­menni geti notið ágóða þess sam­starfs með aukn­um hætti.

Stefna og mark­mið fé­lags­ins, Ung nor­ræn, er að stuðla að auknu nor­rænu sam­starfi og einnig að vekja ís­lensk ung­menni til vakn­ing­ar um ágóða þeirra af sam­starfi norður­landi. Auk þess að þrýsta á stjórn­völd til verka í að tryggja hags­muni ungs fólks á nor­ræn­um vett­vöng­um. Fé­lagið mun, þrátt fyr­ir nafna­breyt­ing­una, áfram starfa inn­an vé­banda Nor­ræna fé­lags­ins. Nor­ræna fé­lagið held­ur upp á 100 ára af­mæli sitt á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert